Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 204
ELISABETH BRONFEN
í ljós enn frekara menningarsamband milli kvenleika og starfsemi dauð-
ans. Það er ekki einungis fyrir kröftugt kynferðisafl tálkvendisins að ást-
rdnur hennar tapar áttum og um leið félagslegri sjálfsmynd sinni og til-
finningu fyrir að vera á öruggu svæði. Hjá Freud standa kynfæri
konunnar fyrir aðra hlið hins kvenlega, sem staðsetning hætmlegs og
blekkjandi klofnings: „[Ójttinn við Medúsu er því geldingarótti sem
tengist því að koma auga á eitthvað“, nefnilega fjarveru gemaðarhmsins.
Klofhum kynfærum er hér skipt út eða þau túlkuð sem mergð snáka, sem
„margfeldi reðurtákna“.42 Freud bendir reyndar á eina tvíbendni í þessu,
þegar hann gerir því skóna að höfuð Medúsu geri hvern sem lítur það
augum stífan af hryllingi (og það les hann sem óeiginlega stinningu) jafn-
vel þótt þessi sjón verði svo vettvangur huggunar: „Ahorfandinn er stíf-
ur eigandi getnaðarlims og með því að stífha sannfærir hann sig um þá
staðreynd.“ Eins og blætið er þessi goðsagnavera „ókennileg" í þeirn
skilningi að hún bæði hræðir og hughreystir, í því að hún birtist bæði sem
staðsetning skorts og bætir fyrir hann. A svipaðan hátt og sá sem lifir
drekkur í sig tilfinningu fyrir valdi yfir dauðanum er hann sér lík, getur
áhorfandinn einangrað eigin Annarleika (varnarleysi og klofnun sjálfsins)
með því að yfirfæra hann á kynferðislega ffábmgðinn líkama þegar hann
límr þennan kynferðislega skort augum. I slíkri athöfn rná enn sjá meg-
inregluna um víxlverkun dauða og kvenlegs líkama að verki.
Sé gengið út frá þeirri hugni}md Freuds að „afhöfðun jafngildi geld-
ingu“, er geldingarógnin sem frá Medúsu stafar ekki aðeins sú ógnun við
áhorfandann að hann verði drepinn. Þ\rert á móti jafngildir afhöfðun
hennar því líka að sjálf geldingin sé gelt. Með afhöfðuninni er því kom-
ið svo fyrir að morð er framið á nafhhvörfum Hins kynferðisins, kymfær-
um Konunnar, sem í menningunni hafa verið túlkuð sem táknmynd
geldingar. Það er þó mikilvægara að þessi tvöfalda gelding líkir jafnframt
eftir ytri kynfæmm kvenna, sviðsemingu höfuðsins og síðan hvernig það
er tekið af með ofbeldisfullum hætti. Kvenkynfæri em menningarlega
uppbyggð sem glimrandi mælskulíking þeirrar samtengingar fæðingar
og dauða, fjarvem og klofnunar, sem leggur grunn að tilvemnni. Viður-
kenningu á þessum atriðum er hafhað með hughreystandi blekkingm
óbrotinnar heildar sem í vestrænu samfélagi sækir uppáhaldslíkingu sína
til „stinningarinnar". Það sem einnig er ávallt gefið í skyn með samteng-
42 Sigmund Freud, (1940). „Medusa’s Head.“ StandardEdition 18, bls. 273.
202