Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 208
ELISABETH BRQNFEN
menningarlega samsettur, alltaf byggður á myndhverfrngum. Hann er
táknmynd skortsins sem sjálfan skortir ákveðið táknmið í táknskránni,
táknmynd ftdlvissu sem öll önnur menningargildi eru mæld við og stað-
fest út frá en verður sjálfur ekki mældur og er því einungis fullHs í nei-
kvæðni sinni. Michel Deguy líkir virkni hans við „fallkomna m\ndlík-
ingu“, hann er hástig myndhvarfa, ókannað og óþekkt at\ik sem er grafið
inn í mannlega tilveru í formi „fyrirboða“ (,,pré-figuré“) og kaUar þannig
fram myndræna eiginleika allra hlutad0
Samtenging Poes á því allra ljóðrænasta og dauða vísar þó fremur til
hinnar ómögulegu birtingar, því hún leiðir á írómskan hátt til óhófs í
myndmáli. Þaú hið „allra ljóðrænasta“ vísar einnig til þeirrar mergðar og
alnándar menningarlegra ímynda sem til eru af „dauða fagurrar konu“.
Spumingin um ómögulegan óbirtanleika tengir dauðann á enn öðru
sviði við aðra óbirtanlega hlið mannlegrar tilveru, hinn margkóðaða
kverdíkama. I þreföldu hlutverki sínu sem dvalarstaður fyrir fæðinguna,
sem staðsetning gimdar, óra og annarleika, og sem staðsetning hins
fyrirséða lokadvalarstaðar. Enn og aftur kemur sýnileg andstæðutenging
Poes á dauða og kvenleika fram í rökréttri mynd vestrænna menningar-
goðsagna.
Amar Pálsson, Sölvi Bjöm Sigurðsson,
Guðni Elísson ogjón Olafsson þýddu
50 Michel Deguy [(1969). Figuratiojis. Paris: Gallimard] og Garrett Stewart [(1984).
Death Sentetices. Styles of Dyitig in Britisb Fiction. Cambridge: Harvard University
Press] halda svipuðu fram um táknlegt og sjálfs-íhugult eðli allra birtingarmynda
dauðans í frásögn og færa rök fyrir því að ,,[d]auði sé þungamiðja tungumáls á mörk-
um þagnarinnar, ákall á mörkum þess ósýnilega og frásögn á bnin Ioka“, bls. 51.
206