Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 18
BERGLJOT SOFFIA KRISTJANSDOTTIR
Richards er neóidur hér af því að ýmsir hafa nýtt sér skrif hans um
myndhvörf, þeirra á meðal heimspekingurinn Max Black. Black leit svo
á að metafóra í máli væri heil fullyrðing þar sem sérstakri athygli væri
beint að einu orði eða fáum orðum.9 Orðið eða orðin sem eru í brenni-
deph kallaði hann mið (e. focus) og afgang fullyrðingarhmar ramma (e.
frame).10 I setningu eins og „Gunnar er úlfnr“ væri „úlfur“ miðið en
ramminn „Gunnar er“. Líkt og Richards hafði fyrr greint á milh tveggja
hugsana metafórunnar, greindi Black á milli t\renns konar inntaks heim-
ar; „Gunnar“ væri þá aðalinntak (e. principal subject) en úlfurinn auka-
inntak (e. subsidary subject).n
Black lagði áherslu á að merking miðsins og merking rammans hefðu
gagnvirk áhrif hvor á aðra.12 Þ\d stakk hann meðal annars upp á að litið
væri á metafórur eins og síu, þar sem horft væri á merkingu aðalinn-
taksins „gegnum“ myndhverfu tjáninguna, með öðruni orðum þar sem
„aðalinntakinu væri „varpað á“ svið aukainntaksins“.13 Lykilatriði væri að
metafórurnar vektu upp í hugum fólks í tilteknu málsamfélagi „heilt safn
sjálfgefinna hugmynda“ (e. system of commonplaces)14 sem tengdust auka-
inntakinu en stjórnuðu þ\d um leið hvað væri ,síað‘ frá og hvað ekki.
Black lagði áherslu á að hugmyndirnar yrðu að vera sjálfsprottnar; ekki
hugmyndir fræðimanna sem legið hefðu yfir textanum.
Þegar kenningar í dróttkvæðum miðaldavísum eiga í hlut, er vandinn
sá að fæstir eru nú handgengnir slíkum kveðskap á sama hátt og sá
áheyrendahópur sem telja má að þær hafi á sinni tíð verið ædaðar. Eða
með öðrum orðum: Stór hluti þeirra sem nýtur dróttkvæðra vísna nú er
fræðimenn og viðteknar hugmyndir þeirra - sem meðal annars hafa verið
9 Sjá Max Black, Models and Metaphors, Ithaca og London: Comell University Press,
1962, bls. 27 og 44 (t.d.).
10 Sama rit, bls. 27-28.
11 Sama rit bls. 39. Frá Olafi Páli Jónssyni hef ég þýðmguna „inntak“ ogþakka honum
hana.
12 Black gerði meðal annars grein fyrir mismunandi hugm\mdum manna um
metafómr og kallaði eigin afstöðu gagnvirkni- eða vlxlverkunarhugmyndina
(„interaction view“) sbr. Max Black, Models and Metaphors, bls. 35-47. Þeir þrír
menn sem hér verður sótt til auk þeirra sem fengist hafa við hugræna málfræði, setja
reyndar allir gagnvirkni á oddinn, hver með sínum hætti.
13 Max Black, Models and Metaphors, bls. 41. A ensku segir: „We can say that the prin-
cipal subject is “seen through” the metaphorical expression - or, if we prefer, that
the principal subject is “projected upon” the field of the subsidiary subject.“
14 Sama rit, bls. 40.
ió