Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 33
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
ekki ráð fyrir að nafn (Bjartmar) geti orðið virk líking í ákveðnu sam-
hengi eða þeir reikni ekki með að samspil tveggja líkinga (Bjartmars -
„eyðendr [...] fjarðar dags“ = örlátir menn) kunni að stuðla að því að
þriðja líkingin verði til („eyðendr [...] fjarðar dags“ = þeir sem gera að
engu daga Gísla við Dýrafjörð). En ef hugsað er á brautum hugrænu
málfræðinnar horfir málið öðruvísi við. Þá geta menn ekki síst glöggvað
sig á hvemig textinn skapar merkingu í krafd ákveðinna hugarferla sem
em öllum mönnum sameiginleg. Þegar nafiiið Bjartmars synir í fyrri vís-
unni og kenningin „eyðendr [...] fjarðar dags“ í hinni síðari mætast, rís
upp blandað svið þar sem staður og birta sjást í öðm samhengi en innan
kenningarinnar einnar (hið víða ~ hið þrönga; hið almenna ~ hið sér-
tæka/persónulega) og andstæðurnar ,þeir sem gefa‘ - ,þeir sem svipta‘
ydda mismunandi hlutskipti gerenda (Bjartmarssona) og þolanda (Gísla),
þeirra sem em innan samfélagsins og hins sem er utan þess. Hugarmeta-
fórurnar/myndmótin sem hreyft er við em ýmsar. Draga má saman það
sem þegar hefur verið drepið á og segja sem svo: Séfjarðar degi eða ,dög-
um‘ Gísla ,eytt‘, þegar hann er sekur fundinn, er hann eftirleiðis ntan
marka dagsins (RÝMISmyndmótið), hefur verið svipmr Kfi af tiltekinm
gerð (LÍFIÐ ER DÝRALET EIGN), sviptur frelsi til að vera þar sem honum
sýnist (FRELSIÐ ER DÝRMÆT EIGN) og er ofurseldur myrkrinu (NEIKVÆTT
ER SVART) sem tengist óhæfuverkum (sbr. myrkraverk) og frelsisskerð-
ingu.
Við þessa þulu skal bætt að þar eð Gísh er ekki aðeins ntan marka
dagsins heldur og utan marka ,daga við förð‘, má segja að hann sé dæmd-
ur frá ,firði til skógar'. Eitt hið listilegasta í vísunum og lausamálinu sem
fer á undan þeim er að þar koma aldrei fyrir orð eins og lítlagi, eða skóg-
gangssök. Þegar sögumaður talar um dóminn yfir Gísla segir hann aðeins
að hann hafi orðið „sekur“ og nefnir „sekt“ hans.55 Lesendur hafa hins
vegar verið búnir undir hvað bíði Gísla, hljóti hann dóm fyrir víg Þor-
gríms. Jafnskjótt og Börkur, bróðir Þorgríms, býr mál á hendur skáldinu,
segir sagan að það selji land sitt, og bætir ögn síðar við: „Gísli tekur nú
eyki tvo og ekur til skógar [...; leturbr. mín]“56. Og þessi undirbúningur
vitnar um að kenningin „eyðendr [...] íjarðar dags“, styrkt og efld með
55 Sjá Gísla saga Súrssonar, bls. 39. - Orðin sekt og sekur vitna um kristinn þankagang
en það er ekki lykilatxiði hér. Um það mun ég því fjalla á öðrum vettvangi.
56 Sjá Gísla saga Súrssonar, bls. 37.
31