Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 159
FRÁTEKNA STAÐNUM FYRIR MIG“
sem Alda bíður efdr að ferji sig yfir danðafljótið á þann áfangastað þaðan
sem ekki verður aftur snúið.
Dulin æskuósk Oldu gerir vart við sig aftur og aftur. Sambönd herrn-
ar við aðra endurtaka í sífellu íjarveru móður hennar og ástina á
föðumum. Refsing móðurinnar vegna hinnar bældu þrár Oldu er dauða-
hvötin og náin bönd við aðra eru dæmd til að rofna.24 Meira að segja
Alma, eldri systir Öldu og nánasti ástvinur, sem býr á neðri hæðinni fær
ekki að lifa. Alda kallar hana trygglyndu Ölmu og „fifsakkerið“ (bls.
115). Ef Alda er fulltrúi dauðaþrár móður þeirra, hefur Alma fengið lífs-
hvöt hennar í arf enda var hún mömmustelpa og „kúrði til fóta“ hjá
henni (bls. 126) á meðan Alda var pabbastelpa. Ættleggur Öldu deyr út
með henni en Alma heldur áfram í dóttur sinni, Siggu, sem eignast
dóttur sem á táknrænan hátt er skírð Alma. Alma samsamar sig móður
sinni en Oldu er refsað.
Sök hennar verður, undir lok sögunnar, sýnileg sem táknræn helti
vegna ástar hennar á Antoni/föðumum: „Hin ástfangna kalkar í mjöðm
og gengur við staf' (bls. 186). Alda minnir lesendur á Ödipus bægifót þar
sem hún gengur „með stubba og staf‘ (bls. 157).25 Helti er gjarnan tengd
geldingu í sálgreiningu, Hðurkenningu á siijaspellum og markar inn-
göngu einstaklingsins í táknræna kerfið.26 Dulin þrá Öldu afhjúpast og
sekt hennar verður sýriileg. Alda viðurkennir að „landlæknislaus í æskuból-
inu“ megi hún „hugsa um dauðann“ (bls. 164). I fjarveru föðurins leyfir
hún sér að dreyma um dauðann sem er staðgengill elskhugans sem hún
gimist. Hún ímyndar sér að hún geti umbreytt dauðanum í fifið og sam-
einað íjarvem og ást. Hún þráir að sætta dauðahvöt móðurinnar og
Hfshvöt föðurins.
Eina skjólið sem Alda hefur er tungumálið sem miðlar þrá hennar
aftur og aftur. Hún færist sífellt meira út á jaðar samfélagsins og um leið
hverfur sagan frá því að fjalla um atburði í h'fi sögupersónunnar yfir í að
24 Samband Oldu við latínukennarann Steindór Einarsson, sem er ástmaður hennar í
b)Tjun sögunnar, er gott dæmi um þetta. Steindór er giftur þriggja bama faðir sem
fjTÍrfer sér með því að ganga í sjóinn við Ægisíðuna eftir að Alda segist vilja slíta
sambandinu við hann.
23 Odipus var með bægifót því foreldrar hans reyrðu fætur hans áður en hann var
borinn út. Þau hræddust spádóm véfréttarinnar sem boðaði að Odipus myndi verða
föður sínum að bana.
26 Sjá Torfa H. Tulinius, ,Adam og Eva í JúragarðinunT, Heimur kuikmyndanna, ritstj.
Guðni Elísson, bls. 471.
157