Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 51
MYNDIR MEINA
vill hins vegar að fólk hætti að hugsa um alvarlega sjúkdóma sem árás
óvinahers:
En áhrif hernaðarmyndmálsins á það hvernig við hugsum um
veikindi og heilbrigði eru langt frá því ómerkileg. Það ofvirkj-
ar, það oflýsir og ýtir af fullum krafti undir útskúfun og skömm
hinna veiku.
Nei, það er ekki æskilegt fyrir læknisfræðina, ekki frekar en
fýrir stríð, að vera „altæk“. Enda er hættuástandið sem skapast
af alnæmi að engu leyti „altækt“. Það er ekki verið að ráðast á
okkur. Líkaminn er ekki vígvöllur. Hinir veiku eru hvorki
óhjákvæmilegt mannfall né óvinurinn. Við - læknisfræðin, sam-
félagið - höfum ekki leyfi til að berjast með öllum tiltækum
ráðum.25
Þessi orð Sontag minna að nokkru leyti á það hvernig þeir Lakoff og
Johnson lýsa svokölluðum verufræðimyndhvörfum. Slík myndhvörf
miða að því að skapa tdlfinningu fýrir heild þar sem hún er ekki til staðar
fyrir. Þeir segja allt h'fsmunstur mannlegrar tilveru krefjast þess að hægt
sé að afmarka hlutina skýrt og skilgreina hvert og eitt fyrirbæri sem
stakt.26 Maðurinn þarf á því að halda að geta skilgreint illskiljanleg og
margslungin fyrirbæri sem eina tiltekna heild. Þess vegna skapar hann
myndmál á borð við það sem snýr að hernaði. Það gerir það að verkum
að fólk upplifir óskiljanlegan sjúkdóm sem eins konar heild: það er ein-
faldlega gerð árás á líkamann og hann berst á móti. Sontag bendir hins
vegar á blekkinguna sem felst í þessum myndhvörfum og minrnr á að
það sé í raun engin heild til staðar, hvorki í sjúkdómum né stríði.
Sontag telur að allt hernaðarmyndmálið gefi fólki leyfi til að berjast,
ekki aðeins gegn sjúkdómnum sem slíkum, heldur einnig gegn sjúkling-
unum og gegn hugmyndinni um sjúkdóma á borð við alnæmi og krabba-
mein. Það að líta á slíka sjúkdóma sem óvininn, táknmynd alls hins illa
25 Sama rit, bls. 180. „But the effect of the military imagery on thmking about sickness
and health is far ffom inconsequential. It overmobilizes, it overdescribes, and it
powerfully contributes to the excommunicating and stigmatizing of the ill. No, it is
not desirable for medicine, any more than for war, to be „total“. Neither is the crisis
created by AIDS a „total“ anything. We are not being invaded. The body is not a
batdefield. The ill are neither unavoidable casualties nor the enemy. We - medicine,
society - are not authorized to fight back by any means whatever.“
26 Lakoff og Johnson, Metapbors We Live By, bls. 25.
49