Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 191
Margaret H. Freeman
Ljóðlist og víðfeðmi myndhvarfa:
Drög að hugrænni bókmenntakenningu1
Síðasta aldarfjórðung eða svo hafa menn meðal annars leitast við að
styrkja bókmenntafræði með því að sækja til rannsókna á sviði hugffæði
(e. cognitive science). Meðal frumkvöðla í þeim efnum er stundum nefndur
Reuven Tsur sem hefor einkum unnið með ljóð, en sögur hafa einnig
verið kannaðar og menn úr ólíkum greinum t.d. lagst á eitt um að veita
nýju hfi í frásagnarfræði.2
Það er þó ekld síst í rannsóknum á líkingum sem hugfræði, þá einkum
hugræn málfræði, hefirr sett svip á bókmenntafræði. Hafi menn eins og
Jacques Derrida og Paul de Man átt þátt í að afstaða ýmissa til líkinga í
máh heimspekinga breyttist, vöktu George Lakoff og Mark Johnson
menn til umhugsunar um hvemig hkingar kynnu að marka hugarstarf og
tjáningu alha manna.3
1 'Iextinn heitir á frummálinti „Poetry and the Scope of Metaphor: Tbward a Cog-
nitive Theory of Literature“ og birtist í Metaphor and Metonymy at the Crossroads,
ritstj. Antonio Barcelona, Berlín: Mouton de Gruyter, 2003. Birt með góðfúslegu
leyfi útgefanda. Þýðandi vill þakka Bergljótu S. Kristjánsdóttur, Aðalsteini Eyþórs-
syni, Magnúsi Snædal og ritstjórum Ritsins vandaðan yfirlestur og gagnlegar ábend-
ingar.
2 Sjá t.d. Reuven Tsur, Toivard a Theory of Cognitive Poetics, Amsterdam: North Hol-
land, 1992 og David Herman, Narrative Theory and the Cognitive Sciences, Stanford:
CSLI, 2003.
3 Sjá Jacques Derrida, „WTite Alythology. Metaphor in the Text of Philosophy“,
Margins of Philosophy, þýð. Alan Bass, Brighton: Harvester Press, 1982 (Marges de la
philosophie, 1992); Paul de Man, „The Epistomology of Metaphor“, Critical Inquiry,
haust 1978, 5(l):13-30, sjá þýðingu á þessari grein í þessu hefri Ritsins-, George
Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, Chicago: Chicago University Press,
1980.
189