Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 195
LJÓÐLIST OG VÍÐFEÐMIMYNDHVARFA
2. Hliðstæðnvörpun í Lirfuhýðisljóði Dickinson
Þegar bókmenntafræðingar greina bókmenntatexta styðjast þeir við
sömu hugsanaferli sem byggja á hliðstæðum og gera myndhvarfabygg-
ingu mögulega og rithöfandarnir sem semja þá. Þessi hliðstæðuhugsun
felur meðal annars í sér færni í að varpa í huganum mismunandi stigum
samsömunar milli ólíkra sviða. Hér á eftir fylgir stutt umræða um þær
hugrænu kenningar sem tengjast hliðstæðuvörpun, sýnd (e. iconicitý) og
myndhvörfum og verða þær notaðar í greiningu á Lirfuhýðisljóði Dick-
inson.
Þegar við reynum að sldlja hvað það er sem gerir okkur mennsk er
úrslitaatriði að skilja hvað það er sem gerist þegar við notnm hliðstæður.
Við þurfum þá að virkja í það minnsta þrenns konar hugræna hæfileika:
skynbragð á líkindi milli hluta eða „eiginleikavörpun", næmi á tengsl
milli hluta eða „tengslavörpun11 og hæfhi til að bera kennsl á mynstur
byggð á samböndum milli hluta, sem gerir það mögulegt að fjalla um
óhlutbundnari formgerð, eða „kerfavörpun". I Mental leaps bera Holy-
oak og Thagard8 saman hugræna hæfileika simpansa og barns. Þeir kom-
ast að þeirri niðurstöðu að þótt simpansinn sé fær um eiginleikavörpun
og geti með mikilh þjálfun nýtt sér tengslavörpun er aðeins barnið fært
um vörpun kerfa. Sé Lirfuhýðisljóð Dickinson aðeins greint með
hliðsjón af eiginleika- og tengslavörpun, en ekki kerfa, skiljum við ljóðið
einungis að hluta.
Með kenningu sinni um hið flókna tákn og þrjár gerðir þess - sýni (e.
icon), vísir (e. index) og tákn (e. symbol)9 - nálgast Charles Sanders Peirce
þessa hhðstæðuvörpun ffá ólíku en þó sambærilegu sjónarhorni. Peirce
skilgreinir sýni sem tákn sem stendur einkum fyrir hlut vegna líkinda
sinna við hann, vísir stendur fyrir hlut af því að hann vísar á hann, og
tákn táknar hlut með vísun til lögmála eða hefða.10 Eins og við munum
sjá þá koma þeir þrír undirflokkar eftirhkinga sem Peirce setur fram, þ.e.
8 Keith J. Holyoak og Paul Thagard, Mental Leaps: Analogy in Creative Thoaght, Cam-
bridge, Massachusetts: The MIT Press/Bradford Books, 1995.
9 [Hér er notuð þýðing Þorsteins Gylfasonar á þessum hugtökum.]
10 Peirce on Signs, ritstj. James Hoopes, Chapel Hill og London: The University of
North Carolina Press, 1991.
x93