Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 59
EF ÉG VÆRI BORGIN
bera alla þá kostd og galla sem stórborgir hafa. í henni er að finna glæpa-
hverfi, neðanjarðarlestir, gomeskar dómkirkjur, útimarkaði og meira að
segja minjar frá tímum Rómverja. I gegnum borgina rennur fljót og
rauður múr umlykur hana. Þessi borg, sem aldrei er nefnd annað en
„borgin“, er því hvorttveggja í senn smáborgin Reykjavík og stórborg.
Hún er reyndar gott betur en það því: „Borgin er allar borgir. Hún er
alheimsborg. Hvert smáatriði innan hennar er tákn allra annarra í
öllum öðrum borgum“ (bls. 19). Þetta stef er endurtekið nokkuð oft á
síðum skáldsögunnar og þannig er lögð áhersla á að viðfangsefnið sé
fyrst og fremst borgin sem hugmynd eða ímyndaður staður.
Skáldsagan segir frá sumri í lífi þriggja íbúa borgarinnar, Ullu, Vöku
og Loga, og nokkuð sérstökum ástarþríhyrningi þeirra. I raun er borgin
svo íjórða aðalpersónan og jafnvel eins konar afkimi í ástarþríhyrningn-
um. Til að undirstrika þátt borgarinnar, sem einnar af aðalpersónum
bókarinnar, eru líkamsmyndhverfingar notaðar til að lýsa henni; iðulega
er henrú lýst sem lífveru eða hfrænni heild. Sambandi persónaxma þriggja
við borgina er nokkuð ólíkt háttað. Logi og Ulla eru borgarböm, fædd
og uppalin þar, og því em þau og borgin eitt. Þetta á sérstaklega við tun
Ullu sem er beinlínis hluti af lífrænni heild borgarinnar (fruma í borg-
arhkamanum). Hún starfar í álverksmiðjunni rétt utan við borgina en er
eins konar náttúmbam innan marka hennar: „Ulla er í takt við umhverfi
sitt á öllum tímum [...] Þurfi hún að taka lest fer hún á lestarstöðina á
sínum tíma, og þarf aldrei að bíða. Sé Ulla sein er örugglega seinkun á
lestinni líka [...] Hún ratar án þess að líta á kort og finnur ævinlega bestu
leiðina, þó ekki alltaf þá stystu“ (bls. 16-17). Logi er ljóðskáld en vinnur
á auglýsingastofu og hefur náð að veita hstinni í farveg auglýsinga-
formsins. Hann er einnig nátengdur borginni en á annan hátt enda er
hann uppteknari af yfirborði hlutanna en innviðum þeirra og þar með
skynjar hann borgina á annan hátt en Ulla: „Þegar ég geng um borgina
birtast mér endalaust m\mdir [...] Andlit fólksins em eins og skyndi-
myndir á hverju götuhomi, ég horfi í kringum mig og skoða allt. Ljósa-
skiltin breytast í sífellu og ég get lesið í þeim sögu borgarinnar, og mína
eigin sögu“ (bls. 102). Hann sér borgina í gegnum augu myndavélar,
skynjar hana utan frá en er um leið eitt með henni. Það sést vel á því að
hann les sögu sína og sögu borgarinnar saman - þetta tvennt er hið
sama. Vaka virmur sem þýðandi hjá Sjónvarpinu og stundar nám í mál-
vísindum við háskólann. Hún er sveitastúlka að norðan og er nýflutt til
57