Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 63
EF ÉG VÆRI BORGIN
hefur skautað nógu lengi. Andar reglulega og finnur eigin lungu
þenjast út og minnka á víxl. Flókið kerfi lungnablaðranna er
eins og þéttar trjágreinar. Laufin fyrir ofan hana eru skærgræn
og dökkgræn, þau bærast fyrir vindinum eins og lungun þenj-
ast út og falla saman við hvern andardrátt. Garðurinn er lungu
borgarinnar. Ulla skautar áfram, inni í lungum, með lungu
inni í sér. (bls. 75-76)
Þarna verða garðurinn og Úlla í raun eitt og hið sama, þau anda í takt
og hún skynjar því sjálfa sig og borgina sem sama bfræna fyrirbærið. Þótt
híverumyndhverfingin sé yfirgripsmest í skáldsögunni þá er vélamynd-
hverfingin einnig til staðar. Og það sem meira er; báðar þessar mynd-
hverfingar koma fyrir í einni og sömu lýsingunni á borginni. Þessa lýs-
ingu er að finna í auglýsingabæklingi um borgina sem þau Logi og Ulla
rekast á og lesa:
Ákveðinn kjami gæti þó kallast hjarta borgarinnar, drif-
kraftur, en þessi kraftur er ekki staðbundinn heldur verð-
ur til á öllum þeim augnablikum þegar hinir ýmsu þættir
borgarinnar mætast.
Þetta á sér þó auðvitað helst stað í þeim hverfum sem
upp á það bjóða, þar sem er að finna banka, listasöfh,
opinberar byggingar, verslanir, leikhús, kaffihús, nætur-
klúbba og þar fram efrir götunum. I þessum hverfum er
stöðugur erill dag og nótt, þau halda hkama borgarinnar
gangandi, eru bensín á vélina. (bls. 24)
Þarna er talað um hjarta og drifkraft, líkama borgarinnar og bensín á vél
í sömu andránni. Þetta gengur samt fullkomlega upp, enda er okkur
tamt að nota vélarmyndhvörf um líkamann og af hverju ætti það ekki allt
eins að eiga við um borgarlíkamann? Þrátt fyrir líkindin og þrátt fyrir að
þær virki vel saman birtast í þessum tveim borgarmyndhverfingum tvær
óhkar hugmyndir um borgarskipulag sem koma einnig fram á annan
hátt í bókinni. Þvd skipulag borgarinnar er tvenns konar; annars vegar
hámódemískt, vélrænt liggur mér við að segja, og hins vegar óskipulegt
og hfrænt: „Breiðgötur borgarinnar eru beinar og skerast homrétt. Þær
skipta borginni niður í hverfi. Innan hvers hverfis er skipulagið óreglu-
legt, göturnar hlykkjóttar og strætin þröng“ (bls. 22). Fyrrnefhdur Kevin
6i