Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 119
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
hins vegar stjómmálaflokka og lýðræðisþróun 1959-1991.4 Af þeim, og
ofannefiidum rannsóknum á íslensku lýðræði, má draga tvær ályktanir.
Annars vegar þá að lýðræðisþróun hér á landi hefur einkennst af miklum
sveiflum og óstöðugleika. Stundum virðist nýsköpun hafa styrkt lýðræðið
(bændalýðræði 19. aldar, kvennabaráttan við aldamótin 1900, stjómar-
skrárbre^'tingin 1943-1944). A öðmm tímum virðist svo verða stöðnun,
jafnvel hnignun lýðræðis (sókn karlveldisins á þriðja og fjórða áratug 20.
aldar, veikleiki stjómmálaflokka síðustu áratugina). Hins vegar em rann-
sóknir á hérlendri lýðræðisþróun mikilvægt framlag til almennrar um-
þöllunar um leiðir til lýðræðis. Islendingar hafa stundum verið tilbúnir
til að fara nýjar leiðir í uppbyggingu lýðræðis. Vegna fámennis þjóðar-
innar og góðs aðgengis að upplýsingum er einnig hægt að draga upp
heildarmynd af þróun lýðræðis í landinu, útskýra hana og leggja vandað
mat á reynsluna. Rannsóknir á íslensku lýðræði eiga því fullt erindi í
alþjóðlega umræðu um lýðræði og lýðræðisþróun.
Rannsókn á löggjöf um stjóm Reykjavíkur 1872-1914 er rökrétt fram-
hald fýrri rannsókna á íslensku lýðræði. Hér verða skoðaðar ákvarðanir
þingmanna um stjórnskipun í Reykjavík. Tilgangurinn er að kafa dýpra
en áður í lýðræðisþróun í landinu með því að rannsaka þróun stjórn-
skipunar í Reykjavík frá fámermisvaldi til lýðræðis.
Löggjöfum nokkrar bæjarstjórnir 1872-1905
Danska stjómin samdi og gaf út „Tilskipun um bæjarstjóm í kaupstaðn-
um Reykjavík 20. apríl [1872]“.5 Samkvæmt henni skyldi Reykjavík
stjómað af kjömum bæjarfulltrúum og embættismamu konungs, bæjar-
fógetanum í Reykjavík. Kosningaréttur var mjög takmarkaður þaruug að
einungis karlkyns eignamenn gátu kosið. Auk þess var kjósendahópnum
4 Svanur Kxistjánsson, Frá flokksrœði til persónustjórnmála, Reykjavík: Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Islands, 1994. Um lýðræðisþróun um aldamótin 1900, sjá Svanur
Kristjánsson, „ísland á leið til lýðræðis: Áfengislöggjöfin 1887-1909“, Saga XLIV:2
(2006), bls. 51-89. Um þróun valdakerfis um aldamótin 2000, sjá Svanur Kristjáns-
son, „Islenska valdakerfið: Hljóðlát breyting við aldarlok“, LímLela, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2001, bls. 575-588. Um greiningu á íslenskri lýðræðisþró-
un á síðustu áratugum, sjá Svanur Kristjánsson, „Iceland: Searching for Democracy
Along Three Dimensions of Citizen Control“, Scandinavian Political Studies 27 (2)
(2004), bls. 153-174.
5 Tíðindi um stjómarmálefni Islands. Priðja bindi 1870-1875, bls. 335-347.
ir7