Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 166
PAUL DE MAN
í ritinu útfærir de Man kenningar Jacques Derrida í skrifum símnn mn
bókmenntir og heimspeki, í]allar m.a. um formalisma og nýrýni, sem og
skrif fræðimanna á borð við Maurice Blanchot, Georges Poulet, Georg
Lukács og Martin Heidegger.3 Titilhnn varpar ljósi á undirstöðuhug-
myndir í skrifum de Man. Olíkt hhmi hefðbundnu fræðilegu nálgunar-
leið, þar sem megináhersla er lögð á skipulega greiningu er veiti glöggt
„innsæi“ í þá texta sem fjallað er um, leggur de Man áherslu á mikilvægi
„bhndunnar“ í fræðilegri textasmíð. Greining de Mans á skrifum Georgs
Lukács um skáldsöguna og Martins Heidegger mn texta Hölderlins eru
að mörgu leyti lýsandi fyrir aðferð hans. Hann færir rök fýrir því að gildi
greiningar þeirra fehst ffemm í því sem hún horfir framhjá, í þehri
margræðni tungumálsins sem hún leitast árangm'slaust tdð að hemja, en
í skipulegri greiningu eða skarpskyggni höfundamia. I Allegories of Read-
ing ffá árinu 1979 beinir de Man einkmn sjónmn að bókmenntatextum
og fjallar um verk Rilkes, Prousts, Nietzsches og Rousseaus í greiningu
á óáreiðanleika tungumálsins sem tjáningartælds er ávallt færist undan
viðleitni til að binda niðm merkingu.4
I „Þekkingarffæði myndhvarfa“ fjallar de Man mn skrif þriggja fræði-
manna, Lockes, Kants og Condillacs og leitastrið að varpa ljósi á hvem-
ig ,,[m]yndhvörf, hugbrögð og myndrænt mál almennt hafa ávallt verið
erfið riðfangs og stundum leitt til vandræðagangs í heimspekilegri orð-
ræðu og þar af leiðandi í allri ffæðilegri orðræðu, þar með talið í sögu-
speki og bókmenntarýni“. Þeir myndrænu þættir sem hér er vísað til eru
btmdnir þeirri mælskuffæðilegu rirkni í tungumálinu sem de Mair fjallar
um í öðram skrifum sínum.5 Ólíkt rökfi-æðilegri og málfi-æðilegri grein-
ingu leggur mælskufræðileg túlkunarleið de Mans áherslu á þá merk-
ingaróreiðu sem ávallt er til staðar í texta. Að hans mati eru skrif Lockes
lýsandi fyrir „retórískan sjálfsaga upplýsingarinnar“, þar sem ffæðimað-
urinn forðast notkun myndhvarfa og litið er á inælskulistina sem „áhrifa-
mikið verkfæri rillu og blekkinga“. I hugmyndafræði upplýsingarinnar
er þannig litið á myndhvörf sem eins konar aðskotaafl, sem srikul brögð
3 Paul de Man, Blindness and Insight. Essays in the Rhetoric ofContempórdry Criticism, 2.
endurskoðuð útgáfa, Theory and History of Literature, 7. bindi, Minneapolis: Uni-
versity ofMinnesota Press, 1983.
4 Paul de Man, Allegories ofReading: Fignral Language in Ronsseau, Nietzsche, Rilke, and
Proust, New Haven og London: Yale University Press, 1979.
5 Sjá einkum: Paul de Man, The Rhetoric of Romanticism, New York: Columbia Uni-
versity Press, 1984.
164