Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 149
„Á FRÁTEKNA STAÐNUM FYRIR MIG“
táknar sterkustu ósk hennar. Móðirin er nú helsti keppinautur stúlk-
unnar um ástir föðurins. Stúlkur, ólíkt drengjum, rinna samkvæmt Freud
ekki bug á ödipusarduldinni. Þær flýja í ödipusarstöðuna líkt og þar sé
griðastaður. Þetta hefur þau áhrif að yfirsjálf konunnar öðlast ekki þann
styrk og það sjálfstæði sem geri það menningarlega mikilvægt.10 Fem-
ínistar hafa að sjálfsögðu hafnað skilningi Freuds á því að sjálf kvenna sé
ekki jafn sterkt og karla, en engu að síður má vel heimfæra þessa lýsingu
upp á hegðun Oldu í Tímaþjófnum.
Með hliðsjón af kenningum Freuds getur naínið á brúðunni táknað
tvennt. Alda setur sig í spor móður sinnar og brúðan er hún sjálf. Einnig
getur nafn brúðunnar táknað að dúkkan sé barnið sem Alda (dóttir) og
faðir hennar eiga saman, eða að brúðan sé fulltrúi móðurinnar. Vegna
þess að allar þrjár heita sama naftn (móðirin, Alda og brúðan) hefur
brúðan margar ólíkar merkingar innan sögunnar, hún er táknmið sem
erfitt er að festa niður, rétt eins og flókna sjálfsmynd söguhetjunnar sem
speglar sig í móður og brúðu.
Merking tákna hefur tilhneigingu til að fara á skrið í Tímaþjófnum og
því má líkja rið það hvemig sifjaspell mgla hlutverkaskipaninni innan
fjölskyldunnar líkt og sjá má í Odiptisi konungi. Odipus var t.d. í senn
bróðir og faðir barna sinna, og Jókasta, eiginkona hans og móðir, var í
senn móðir og amma bama sinna, svo fáein hlutverk séu nefnd. Alda er
í senn móðir og dóttir brúðu sinnar, en hún er líka brúðan sjálf. Sifjaspell
fjölskyldunnar koma einnig í ljós í því að Alda á frátekinn hvílustað í
Gamla kirkjugarðinum rið hlið foreldra sinna. Henni er því ekki ætlað
að hvíla rið hlið hugsanlegs eiginmanns síns.11 Alda er fædd til þess að
deyja og hún á ekki að auka kyn sitt. Hún er föst í eilífri hringrás fjöl-
skyldunnar og snýr aftur til uppruna síns. I upphafi hennar búa þri
jafnframt endalokin.
10 Sjá Sigmund Freud, Nýir inngangsjýrirlestrar um sálkönnun, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1997, bls. 145-146.
11 Helga Kress fjallar um ættarrúm Öldu sem hún erfði eftir foreldra sína og mikil
áhersla er lögð á í sögunni. Rúmið verður að „vísum samastað“ líkt og gröfin og er
hhðstætt henni. Ættarrúmið sem rúmar alla fjölskylduna kallast á við grafreitinn þar
sem fjölskyldan sameinast aftur að lokum. Sjá „Dæmd til að hrekjast. Um ástina,
karlveldið og kvenlega sjálfsmtmd í Tímaþjófnum efdr Steinunni Sigurðardóttur" í
Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefó og bókmenntasögu, Reykjavík: Rannsókna-
stofa í kvennaffæðum, Háskóla Islands, 2000, bls. 270.
H7