Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 143
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
Almennir umhverfisþættir í landinu öllu svara ekki þeirri spurningu
hvers vegna Reykvíkingar, sem verið höfðu eftirbátar annarra bæjarfé-
laga í þróun lýðræðis, tóku skyndilega forystuna eftir aldamótin 1900.
Vísa má til mikilla ytri breytinga á fyrstu áratugum 20. aldar. Bylting varð
í atvinnuháttum með tilkomu togaraútgerðar. Fólkinu fjölgaði og hagur
bæjarbúa batnaði almennt. Með heimastjóm varð Reykjavík miðstöð
stjómsýslu og stjómmálastarfsemi á landsvísu. Ytri þættir skýra samt
ekki þá miklu lýðræðisbylgju sem reið yfir Reykjavík og birtist t.d. á einu
og sama árinu (1907) í baráttu fyrir auknu lýðræði í stjórn bæjarins og
endumýjun baráttu Islendinga fyrir fullveldi. A Þingvallafundinum 1907
var stefnan sett á algert fullveldi Islands í konungssambandi við Dan-
mörku - að öðmm kosti yrði fullur skilnaður á milli landanna. Breytingin
í Reykjavík var eins konar menningarbylting. Upphafið virðist hafa verið
mildl óánægja margra bæjarbúa með stjórn kirkjumála í Reykjavík.
Dómkirkjusöfnuðurinn klofnaði og nýr söfnuður utan þjóðkirkjunnar
var stofnaður, Fríkirkjan í Reykjavík. Sá söfnuður byggði nýja kbkju við
Tjömina og fyrr en varði hafði um helmingur bæjarbúa gengið til liðs
við hann.82 Náin tengsl vom milli Fríkirkjunnar og safnaðar Islendinga
í Vesturheimi.83 Kröfur um meira safnaðarlýðræði settu einnig mark sitt
á starf þjóðkirkjunnar. Þannig setti Alþingi lög árið 1907 um almennar
prestskosningar þar sem gert var ráð fyrir að söfnuðir kysu á milli allra
umsækjenda um embætti sóknarpresta. Merkisberar hinnar trúarlegu
vakningar lögðu ýmsir áherslu á, að andleg endurreisn á Islandi, sem í
öðrum löndum, þyrfti að heþast í þéttbýlinu og breiðast þaðan út í
sveitimar. Vliklu auðveldara væri að boða fagnaðarerindið í borgum og
bæjum heldur en í strjálbýlum sveitahémðum, þar sem gjarnan ríkti
andlegur doði.84
82 Sbr. Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur, bls. 160-161.
83 Þarrnig voru t.d. lög fyrsta fnkirkjusafnaðar á íslandi, sem starfaði á Reyðarfirði
1885-1899, samin „með hliðsjón af safnaðarlögum Vestur-íslendinga“. Pétur Pét-
ursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Fyrsti hluti“,
Saga XVm (1980), bls. 218-219. Forvígismaður og prestur safhaðarins á Reyðarfirði
var Lárus Halldórsson. Eiginkona hans var Kristín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen,
systir Lauru Michelinu, eiginkonu sr. Jóns Bjamasonar, sjá hér að ofan.
84 Sbr. Friðrik J. Bergmann, Island um aldamótin, bls. 260-262. Sjá einnig Pétur Pét-
ursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Annar hluti.
K.F.U.AI. og skyld félög“, bls. 177-274, einkum bls. 225-226.