Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 20
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Þegar rnn er að ræða \asu sem er hluti af sögu, gæti verið hyggilegt að
hugsa sér tvo ramma að minnsta kosti; annars vegar ramina vísunnar eða
tiltekinnar fuilyrðingar í vísunni, og hins vegar ramma lausamálsins, þ.e.
þær einingar í lausamálinu sem kallast mega umgjörð hinnar myndhverfu
kenningar. Þá væri unnt að huga að gagnvirkni miðs og ramma sem væri
annars vegar innan og hins vegar utan vísu. Horfi menn á ,sverð‘ Gísla í
gegnum hinn hvassa „hjaldrís“ (bardaga-ís) og hugleiði í sömu mmid
víxlverkun miðs og ramma vísunnar má ætla að upp rísi hugmyndir mn
menn sem berjast í návígi, og bregða köldum eða beittum vopnuin mis
annar fellur; sömuleiðis hugmjmdir um orðstír, karlmennsku og sæmd í
samfélagi blóðhefndar, sbr. orðalagið, „átt mun fyrða frétta“ og „drýgjum
enn [...] dáð [leturbr. mín]“. I samræmi rið slíkar hugmyndir hefur risan
Kka verið skýrð.20
En sé risan lesin í samhengi rið ramma lausamálsins breytir margt um
srip, sem dæmi má nefha þessa efnisgrein er fer næst á undan henni:
Nú er að segja frá Auði að hún gengur inn til Gísla og mælti:
„Nú skiptir mig miklu hversu þú rilt til snúa að gjöra minn
sóma meira en eg er verð.“ Hann tók þegar undir og mælti:
„Veit eg að þú munt segja mér víg Þorkels bróður míns.“„Svo
er sem þú getur,“ sagði Auður, „og eru hér komnir sveinarnir
og rildu að þér byrgist að allir saman og þykjast nú ekki traust
eiga nema þetta.“ Hann svarar: „Ekki rná eg það standast að sjá
bróðurbana mína og vera ásamt rið þá“ og hleypur upp og rill
bregða sverði og kvað vísu [.. .].21
Gísli kveður vísuna þegar hann heldur örskotsstund að hann sé í þaim
veginn að hefna Þorkels bróður síns sem tveir barnungir synir Vésteins
mágs hans hafa leitað uppi á þingi og hinn eldri þeirra, Bergur, vegið.
Víxlverkunin milli ramma lausamálsins og miðsins verður þri til þess að
í gegnum myndhverfu kenninguna, gegnum „hjaldrís“, sjá menn ,sverð‘
sem skáldið ætlar að nota til að vega börn; í ofanálag venslamenn sem
20 Sjá t.d. Björn Karel Þórólfsson, [vísnaskýringar, samantekt], Gísla saga Súrssonar,
Vestfirðinga sögur, Islenzkfomrit LT, Björn K. Þórólfsson og Guðni Jónsson gáfu út,
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1943, bls. 93-94; Kristján Eiríksson, [skýring/
endursögn vísna], Gísla saga Súrssonar, Islendinga sögur og þœttir I, Reykjavík: Svart
á hvítu, 1985, bls. 887.
21 Gísla saga Surssomr, 1999, bls. 58-59.
18