Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 148
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
öðram. Setninguna „ég er“ má þýða „ég er það sem ég er ekki“.8 Þannig
er lögð áhersla á að sjálfsveran verði til vegna frambælingarinnar og að
í tungumálinu tjái hún bælda þrá sína. Hin talandi sjálfsvera miðlar
skorti og tungumáhð er tdtnisburður um btTði bælingarinnar. Þetta má
glögglega sjá í tungumáli Oldu sem hverfist að meira og minna leyti uin
þarveru og skort. Hún miðlar þrá sinni eftir ásmni sínum og endurtekur
þannig reynslu sína af aðskilnaði með tali sínu.
Lacan skírskotar til málfi'æðingsins Ferdinands de Saussure sem skoð-
ar táknið sem klofið í táknmynd (orðið sjálft eða immdin) og táknmið
(vísun, merking, hugtak). Lacan gagnrýnir Saussure fiTÍr að telja bind-
ingu tákns og táknmiðs örugga og staðfasta. Hann ségir táknmyndir m.a.
geta verið margar þó að táknmiðið sé eitt og hið sama.9 Það er bil á milli
táknmyndar og táknmiðs, orðið getur aldrei fallið algjörlega að vísun-
inni og samband táknmyndar og táknmiðs einkennist af mismuni eða
skorti. Dulvitundin, sem er m.a. bæld þrá, verður tdl við upptöku tungu-
málsins, en glataður samruni býr í tungumálinu rétt eins og í dulvitund-
inni. Tungumálið fer frá táknmiði til táknmiðs og getur ekki fangað
merkinguna að fullu rétt eins og þráin í dulvitundinni sem fer í sífellu frá
viðfangi til viðfangs í leit sinni að einingu sem getur aldrei orðið endan-
leg.
Tungumál Öldu og myndmál frásagnar hennar bjóða upp á margar
ólíkar túlkanir sem allar gætu þó átt við rök að styðjast innan táknheims
sögunnar. Táknin sem Alda notar era klofin og ein táknmynd Hsar auð-
veldlega í margar ólíkar merkingar innan textans. Tungmnál hennar er
nánast knúið áfram af þránni til að skapa tengingu milli numdar og
merkingar. Sambandið þar á milli er aftur á móti dæmt til að vera óstöð-
ugt og á sífelldu flæði því að bilið milli tungumálsins og þrárinnar verður
ekki brúað.
Freud segir að eftir að stúlkubarnið hefur áttað sig á vönun sinni snúi
hún sér að föður sínum í von urn að hann gefi henni fallus og síðar víki
sú ósk íýrir voninni um barn. Þetta rnegi sjá á brúðuleikjum stúlkunnar.
Fyrir ödipusarskeiðið leikur stúlkan hlutverk móðurinnar og brúðan er
hún sjálf. Eftir ödipusarskeiðið verður brúðan barn föður hennar og
8 Sjá Toril Moi, Sexual/Textiial Politics: Feminist Literary Theory [1985], London og
New York: Routledge, 1995, bls. 99.
9 Sjá Elizabeth Wright, Psychoanalytic Criticism. A Reappraisal, önnur útgáfa, Cam-
bridge og Oxford: Polity Press, 1998, bls. 101.
146