Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 209
LJÓÐLIST OG VÍÐFEÐMI MYNDHVARFA
að síður írónískt að því leyti að það er ekki skapandi og gagnvirkt boð-
skiptakerfi eins og tttngumál manna. Hljóð byssunnar er einungis berg-
málað, því er ekki svarað. Hljóðið sem kemur afiur tdl byssunnar er
hávaði án merkingar, ólíkt hljóðtun mannlegs tungumáls sem eru full
merkingar. Byssunni hefirr enn á ný mistekist að reyna fifið eins og
manneskja, í þessu tdlfelli hefur hún farið á mis við gagnvirk boðskipti.
Eftir tilraunirnar til „félagsskapar“ í öðru erindi reynir byssan án
árangms smám saman að mynda bandalag við mennskan eiganda sinn
með TlLFlNMNGAmyndhvörfunum þar til hápunkti algerrar samsömunar
við hann er náð í fimmta erindi.31 I þriðja erindi ræður myndhverfingin
TILFINNINGAR ERU HITASTIG um skamman tíma myndinni sem gefin er af
hjartanleika (e. cordiality). Tengd þessum myndhvörfum er VÆNTUM-
ÞYKJA ER HLÝJA sem „skin hjartanlegs ljóss“ byssunnar kallar fram. Þegar
byssan reynir að „lífga“ ljósblossann eða gæða hann lífi með því að líkja
honum við bros, reynir hún að mynda bandalag með fjölhmum sem
henni tókst ekki að eiga samskipti við í öðru erindi, og ber sig saman við
íjafiið Vesúvíus. Þó er grafið undan „ánægju“ lesandans af þessari vænt-
umþykju á írónískan hátt með tengdri mynd af ógnandi eldgosi, og hið
raunverulega markmið byssu - dauðinn - er yfirsterkara tilraunum
hennar til að staðfesta hið gagnstæða, lífið. Því hjartanlega ljósi sem
virðist stafa af mannlegu brosi er í raun líkt við eldgos, og það gert
skaðlegt þegar það kemur frá byssunni.
Tilfinningamar og væntumþykjan sem em gefnar í skyn í fjórða er-
indi eflast af myndhvörfunum INNILEG KYNNI ERU NÁLÆGÐ, þegar byss-
an áfitur hlutverk sitt vera að vernda húsbónda sinn. Hér mistekst byss-
unni aftur að öðlast mennskt líf með staðhæfingu, sem nánast er sett
fram í vörn, um að það sé betra að standa vörð um aðra en að deila með
öðrum. Hún skilur ekki myndhverfinguna ÞVÍ MEIRA SEM MENN DEILA
MEÐ SÉR, ÞVÍMEIRIERINNILEIKINN. Byssan kemur upp um misbrestina hjá
31 Sjá túlkun Weisbuchs á ljóðinu, sérstaklega þriðja erindi. Hann leggur til að ferli
algerrar samsömunar sé hraðari en greining mín gefur til kynna; „Líf-byssan er farin
að vísa til sjálffar sín, eins og hún geti hleypt af sjálfri sér, nema við álítum að „vol-
canic face“ tilheyri eiganda hennar (það myndi raska líkamlegri nákvæmni ljóðsins,
því andlitið sem sést í gegnum byssuna hlýtur að vera blossinn við að hleypa af, ekki
eigandi byssunnar og sá sem skýtur). Hhðstæðan segir þó að slíkt sjálfstæði er ekki
mögulegt. Þess í stað hefúr h'f-byssan lagt tilgang sinn svo fullkomlega að jöfnu við
tilgang eigandans að hún er tekin að gera hann eilífan: önnur tálmynd sjálfsleika og
sjálfstjáningar.“ Robert Weisbuch, Emily Dickinson’s Poetry, bls. 29.
207