Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 86
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
sagna sem fjalla um vélmenni og áhrif þeirra á mannlegt samfélag, era
alltaf kallaðir róbótar, þótt þeir beri skýr merki sæborgarinnar. En sæ-
borgin sem hugtak var ekki til á þeim tíma sem Asimov skrifar sínar
fyrstu sögur.
Eins og áður sagði er þekktasta ímynd sæborgarinnar Terminatomm,
leikinn af Arnold Schwarzenegger, en hann birtist f,Tst í samnefindri
k\dkmynd árið 1984 og er greinileg myndbirting tengingarinnar milb
karlmennsku, krafta og tækni. Terminatorinn er enmig gott dæmi mn
þessa vélmennsku sem þrældóm eða vélmenni sem þræl, því Tenninator-
inn bókstaflega getur ekki stoppað, hann er forritaður til að rinna það
verkefni sem fyrir hann er lagt og hættir ekki fyrr en því er lokið - eða
horrnm sjálfum geretTt. 7erw«iwÆíor-myndimar þrjár gefa ennfremur
áhugaverða innsýn inn í breytmgar á ímynd tengslanna milli tækninnar
og karlmennskunnar. I fyrstu myndinni er hin svokallaða vöðvamennska
(e. musculinity) í algleymi, en Schwarzenegger var ein helsta bntingar-
mynd hennar á níunda áratugnum, fyrst og fremst í krikmyndum, en
einnig með ferh sínum sem margtærðlaunaður vaxtarræktarmaðm.
Reyndar var Schwarzenegger ekki eina vaxtarræktarhetjan sem lék hlut-
verk sæborgar í krikmyndum frá þessuin tíma, hinn norræni Dolf Lund-
gren varð allvélmennskur í Lwikmyndinni Universal Soldier (1992), sem
fjallar um hernaðartilraunir til að búa til hinn fullkomna vélverska her-
mann úr líkum fallinna. Meðleikari hans þar var hhm lágvaxni en vöðva-
stælti Jean-Claude van Damme, sem einnig birtist í Lwikmyndinni Cy-
borg (1989), en hún lýsir sæborgsku framtíðarsamfélagi hrjáðu af plágu.
Það er athyghsvert að alhr þessir leikarar tala ensku með sterkum hreim
og því hefur það riljað loða rið að erlendur hreimur sé orðiim að einu
skilgreiningaratriði í tungumáh vélmenna (líkt og illmenna). Ekki má
heldur gleyma i?o/;oCo/)-myndunum, en þar eru það vélvöðvar sem hlað-
ið er utaná grannan lífrænan líkama sem era einkennismerki sæborgar-
innar. Allar era þessar karl-sæborgir því gott dænti um tengsl karl-
mennsku, valds og tækni.
En fyrstur var Terminatorinn og það var hann sem lagði línurnar. I
Terminator birtist Schwarzenegger sem holdtekja hinnar ósigrandi og
illu vélar sem er andstæða lífs og mennsku. Andstæðan er síðan undir-
strikuð enn frekar þegar í ljós kemur að vonda vélin ætlar sér að koma í
veg fyrir sköpun lífs: Markmið Terminatorsins er að drepa konuna sem
verður barnshafandi af leiðtoga uppreisnarmannanna gegn vélunum. Já,
84