Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 30
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Báðar skýringamar á kenningnnni fela í sér að litið er á Bjartmarssyni
sem gerendur. En samkmæmt hinni fyrri er aðeins hæðst að framgöngu
þeirra - meintu örlæti- meðan sú seinni sýnir að þeir breyta gjörvöllum
aðstæðum Gísla. Ein ástæða þess að ég greindi upphaflega nafnskipti í
kenningunni er eflaust sú að í íslensku máli er venja að nota orðið dagar
um ,líf eða ,æviskeið‘ fólks - ég gekk sem sagt á vegum hefðar ekki síður
en þegar ég vísaði til Snoira Eddul Dæmi eins og þessi vitna um mál-
venjuna og hugsanabrautirnar:
Dagar hans sem forsætisráðherra em taldir.
Hún var á dögum fyrir Krists burð.
Þau vom ráðin af dögum.
En meginatriði er að með nafnskiptunum rís upp nýtt svið, þar sem
breyting og missir í lífi skáldsins em í brennideph: ,Gulhð‘, sem Bjart-
marssynir eyða, örlætið, sem Gísh verður aðnjótandi með frelsisskerð-
ingunni, felst í því að hann er sviptur bæði birtu og stað og sérhverju sem
því fylgir. Þegar innbyrðis vensl í kenningunni em skoðuð, virðast nærri
ýmsar hugarmetafórur, sem Lakoff og félagar nefna, til að mynda
„BREYTING ER AÐ FÁ/MISSA“,50 „LÍFIÐ [/FRELSIÐ] ER DÝRMÆT EIGN“,s1
„ógæfa/mein er að vanta eign sem MAÐUR GIRNIST“.52 En er þetta þá
ekki orðin ein allsherjar hringafitleysa - hvað um mörkin milli nafn-
skipta og metafóm?
Hugfræðingar ganga þess ekki duldir að sambandið milli metafóru og
metónymíu er margflókið og erfitt rejmist stundum að greina á mihi
þeirra í málid3 Rannsóknir síðasta áratug hafa meðal annars beinst að því
að kanna hvort hluti metafóra eigi sér ekki rætur í nafnskiptum og öfugt.
Giinter Radden hefur t.d. komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða
tdl að greina á milli þessara tveggja fyrirbæra sem hugarferla heldur sé
nær að lýsa þeim sem flokkum með óljós mörk (e. prototypical categories)
50 George Lakoff, Jane Espenson, og Alan Schwartz, Master Metaphor List, Second
Draft, Berkeley: University of Califomia at Berkeley, október 1991 [ágúst 1989],
bls. 6 [3] http://araw.mede.uic.edu/~alansz/metaphor /METAPHORLIST.pdf.
51 George Lakoff og Mark Turner, More than Cool Reason, bls. 29. - Eg bæti frelsinu
við með hhðsjón af orðalagi eins og: að svipta mann frelsi, sbr. að svipta mann lífi.
52 George Lakoff, Jane Espenson, og Alan Schwartz, MasterMetaphorList, bls. 14 [11].
53 Sjá t.d. Giinter Radden, „How metonymic are metaphors?", Metapbor and
Metonymy at the Crossroads, bls. 93.
28