Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 105
HVERS-KYNS SÆBORG?
erótíseraða sjónræna viðfang stillir sjálfu sér upp til sýnis og nær þannig
valdi á hinum virka áhorfanda, gerir hann í raun óvirkan.53 Enn fremur
verður kvengerving hinnar erótíseruðu vélar skemmtilega mótsagna-
kennd þegar hún þjónar því hlutverki að vera milliliður karla. Mellström
vísar til hugtaksins ‘homosociality’, en það gengur útá mótsagnakennt
sambland hómófóbíu og hómósexúalisma, sem hlýtur alltaf að vera
undirtónn hrifningarinnar af hinni erótísku vél.54
I tilfelli vélkvennanna hggur togstreitan milli skapara þeirra (sem er
ávallt karlkyns) og áhorfenda (sem dást að sköpuninni og þar með skap-
aranum). Hér er ekki unnt að gera hlutverki hins skapandi vísindamanns
skil, en það er bæði flókið og afar mótsagnakennt, og því erfitt að sjá
hann einfaldlega sem fulltrúa feðraveldisins eins og tilhneigingin oftlega
er.551 staðinn verður í lokin tekið dæmi um skapara og sköpun sem spilar
skemmtilega með þarrn kynjaleik sem ávallt umkringir sæborgina, en
það er tónlistarmyndbandið All is Fitll ofLove eftir myndlistarmanninn
Chris Cunningham, við samnefht lag Bjarkar Guðmundsdóttur.
Myndbandið hefst á því að áhorfandinn er eins og á ferð upp í vöru-
lyftu og minnir umhverfið mjög á gróft og sæber-gotneskt yfirbragð
kvikmyndarinnar Alien. Lyftan stöðvast og það opnast sýn inn í hvítan
og hreinan klefa, en þar snúast róbótar um litla vélveru sem liggur á
borði. Sæborgin reynist bera andlit Bjarkar og hún sest upp og syngur
lagið, meðan róbótarnir halda áfram að dytta að henni, byggja hana upp.
Þegar viðlagið hefst fjölgar röddum, sæborgin lítur upp og reyndur
áhorfandi vísindafantasía veit að nú er skaparinn mættur. En þegar
myndavélin snýr við sjáum við að skaparinn er önnur Bjarkar-sæborg, al-
veg eins og hin. Sú réttir höndina á móti hinni nýsköpuðu og saman
syngja þær saman, fallast í faðma og elskast. Og lyftan sígur niður á ný.
Hér verða ýmis áhugaverð mót. I fýrsta lagi er myndmálið sjálft
sterkt og áhrifamikið og býður uppá í það minnsta þrjú ólík sjónarhorn.
Imynd kvenkynsskapara sæborgar er sjaldgæf sjón, sem gefur nýja mögu-
53 Sjá Kaja Silverman, „Masochism and Subjectivity11, Framework 12, 1979, bls. 2-9 og
Slavoj Zizek, Looking Awry: An Introduction to Jacques Lacan through Popular Culture,
Cambridge, Massachussetts: MIT Press, 1991, sjá einnig Rune Gade, Staser: Teorier
ovn det fotografiske billedes ontologiske status ér Det pomografiske tableau, Arhus: Passe-
partout, 1997.
54 Hugtaldð er fengið úr bók Eve Kosofsky Sedgwick, Between Men: English Literature
and Male Homosocial Desire, New York: Columbia University Press, 1985.
” Imynd vísindamannsins og skapara gervimenna hverskyns er efni í sérgrein.
io3