Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 128
SVANUR KRISTJÁNSSON
móti (einveldi Danakonungs) eða hvert lokatakmark sjálfstæðisbarátt-
unnar ætti að vera (fullveldi Islands). Nú þurfti að taka ákvarðanir um
leið Islands til lýðræðis. Hverjir áttu t.d. að fara með það vald sem Is-
lendingar voru sammála um að væri betur komið í þeirra höndum held-
ur en danskra stjórnvalda? Niðurstaða Alþingis árið 1907 var að sam-
þykkja stofnun sérstaks embættis borgarstjóra í Reykjavík og skyldi
bæjarsjóður greiða laun hans. Alþingi hafnaði því að bæjarbúar kysu sjálf-
ir borgarstjórann. Málsvarar beins lýðræðis, innan og utan Alþingis, sættu
sig hins vegar ekki við þá niðurstöðu. Þeir töldu að markmið í baráttu
Islendinga fýrir fullveldi væri ekki einungis að hnekkja forræði Dana
heldur einnig að færa fullveldisréttinn beint í hendur fólksins, ef efrir því
væri leitað. Að þeirra mati hafði Alþingi ekki siðferðilegan rétt til að
hafna óskum Reykvíkinga um beina kosningu eigin borgarstjóra.
Reynt aö brúa bilið 1911
Ekki kom fram tillaga um beina kosningu borgarstjórans í Reykjavík á
þinginu 1909, en á þinginu 1911 flutti Jón Þorkelsson tillögu í neðri
deild um að Reykvíkingar kysu borgarstjóra beinni kosningu. I stuttri
ffamsögu sagði Jón m.a. að frumvarpið væri „flutt eftír einróma óskum,
sem komu fram á þingmálafundunum hér í vetur“.36 Málinu var vísað til
nefndar og í sameiginlegu álití var lagt til að bæjarstjórnin veldi þrjá úr
hópi umsækjenda um borgarstjórastöðuna, væru þeir fleiri. Síðan yrði
valið á milli þeirra í almennri kosningu.37
Þessi tilraun til að brúa bilið milb málsvara beins lýðræðis og full-
trúalýðræðis mistókst. Tveir þingmenn, Skúli Thoroddsen og Jón Jóns-
son frá Hvanná, vildu ekki að bæjarstjórnin hefði neitt með kosningu
borgarstjóra að gera.38 Eftír að breytingartillaga tvímenninganna þess
efnis var felld (10:14) snerust Skúli og Jón til andstöðu við tillögu nefnd-
arinnar, vildu allt eða ekkert. Með 13 atkvæðum gegn 11 var frumvarpinu
vísað frá frekari umfjöllun í þinginu.39 Aftur kom í ljós að lýðræðis-
hugmyndir Alþingismanna fylgdu ekki flokkslínum því að báðir flokkar
klofnuðu í tvo nánast jafnstóra hópa í atkvæðagreiðslunni. Björn Jónsson
36 Alþingistíðindi B II (1911), d. 1796.
37 Alþingistíðindi A (1911), bls. 678.
38 Sama heimild, bls. 678.
39 Alþingistíðindi B II (1911), d. 1801-1802.
I2Ó