Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 118
SVANUR KRISTJÁNSSON
hugsjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags gegn hinum einvalda kon-
ungi. Guð hefði skapað alla menn í sinni mynd og því hefðu allir einstak-
lingar jafhan rétt á að stjórna samfélaginu.1
Eftir að einveldi konungs var hnekkt og hafin uppbygging lýðræðis
kom í ljós að lýðræðissinna greindi mjög á um framkvæmdina. Tvær fylk-
ingar stigu fram á opinberum vettvangi. Málsvarar fulltrúalýðræðis skip-
uðu sér saman í eina sveit og fylgjendur beins lýðræðis í aðra. Þessi
ágreiningur átti sér langa forsögu á Vesturlöndum og hefur markað djúp
spor í þrótm flestra landa sem fetað hafa lýðræðisbraut. Innbyrðis ágrein-
ingur lýðræðisafla er mjög víðtækur, nær yfir ólíkar skilgreiningar á lýð-
ræði, mismunandi gildismat og deilur um hvernig sé best að tryggja hag-
kvæmni og skilvirkni í stjórn samfélagsins.
Rannsóknir Gunnars Karlssonar sagnfræðings og Auðar Stjrkársdótt-
ur stjórnmálafræðings leiða í ljós að þróun lýðræðis á Islandi markast
ekki af beinni braut ffá fámennisvaldi til aukinnar sjálfstjórnar fólksins.2
Þvert á móti hefur vegurinn til lýðræðis verið mjög skrykkjóttur. Stund-
um tókst að auka lýðræði en á öðrurn tímum veiktust innviðir þess.
Stjórnmálin mótuðust fýrst og ffemst af sérhagsmunagæslu og fámennis-
stjórn karla fýrir karla.
I rannsóknum mínum á leið Islands til lýðræðis hef ég einkum skoðað
tvö tímabil; annars vegar aðdraganda lýðveldisstofnunar 1943-19441 og
1 Þessar hugmyndir voru settar fram skýrt og skorinort í Sjálfstæðisyfrrlýsingu Banda-
ríkjanna 4. júlí 1776. Jón Olafsson þýddi hana undir heitinu „Sjálístæðis-uppkvæði
Bandaríkjanna" og birti í Stjómmála-tímariti [án árs], bls. 19-25. Þar segir m.a.: „Vér
ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: - að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir
eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara
réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; að stjórnir eru með mönnum settar,
til að tryggja þessi réttindi, og að réttmæti valds þeirra grundvallast á samþykki þeirra,
sem stjómað er; að þegar eitthvert stjórnarform verðr skaðvænlegt þessum tilgangi,
þá er það réttr þjóðarinnar að breyta því eðr afnema það, og að stofha sér nýja stjórn,
er grundvölluð sé á þeim frumreglum og valdi hennar hagað á þann hátt, er þjóðinni
virðist líklegast til að tryggja óhlutleik hennar og farsæld.“
2 Sbr. Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, Uppruni nútímans, Reykjavík: Mál og
menning, 1988; Gunnar Karlsson, „Syrpa um þjóðernisumræðu“, Skímir 178 (vor
2004), bls. 153-201; Gunnar Karlsson, „Alþingiskosningar 1844: Fyrsta skref Islend-
inga á braut fulltrúalýðræðis“, Ritið 1/2004, bls. 23-50; Auður Styrkársdóttir, Bar-
átta um vald, Reykjavík: Háskóli Íslands/Háskólaútgáfan, 1994; Auður Styrkársdótt-
ir, From Feminism to Class Politics, Umeá: Umeá University, 1998.
3 Svanur Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis - Nýsköpun lýðræðis", Skímir 176 (vor 2002),
bls. 7-45.
I ió