Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 23
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
málalok
á mirmi sök
ef Vésteins
væri hjarta
Bjartmars sonum
í brjóst lagið.
móðurbræðr
minnar kvonar
sem eyðendr
eggi væru
fjcirðar dags
fulu lostnir [leturbr. mín] ,26
Kenninguna í seinni vísunni hef ég túlkað á tvo vegu. Ég hef gengið eftir
brautum hefðarinnar og sagt að fjarðar dagur væri ,gull‘ og „eyðendr“
gulls væru ,örlátir menn' eða bara ,menn‘ og þá Bjartmarssynir.27 En ég
hef líka gengið þvert á hefðina og lagt ,bókstaflegan‘ skilning í orðin
fjarðar dagur, litið svo á að þau merktu ,dagur við þörð‘ - sbr. eignar-
fallssamsetningar eins og Vermalandsför ,ferð til Vermalands/um Verma-
land‘28 - nánar til tekið, ,dagar við fjörð' og ættu við líf Gísla í Dýrafirði.
Bjartmarssynir eru þá eyðendur þessa dags/þessara daga, þeir sem valda
því að hann er dæmdur í útlegð og svipta hann lífi hins frjálsa manns. Ég
geri með öðrum orðum ráð fyrir að kenningin „eyðendr [...] fjarðar
dags“ sé tvíræð.
Fyrri skýringuna dregur enginn í efa af því að hún fær stuðning af
frásögn Snorra Eddu um að Ægir hafi notað lýsigull til að slá birtu á salar-
kynni sin þegar hann bauð ásum heim:29
Fjarðar dagur = sjávar/Ægis birta = gull.
Um seinni skýringuna efast menn hins vegar gjarna og gera því skóna að
hún vitni bara um hugrenningatengsl sem hvergi séu til nema í höfðinu
á einum túlkanda.30 Slíkri afstöðu eru bókmenntafræðingar auðvitað
26 Sjá Gísla saga Siírssonar, bls. 39^-0. í útgáfunni er gert ráð íyrir ritglöpum í handriti
í fyrsta vísuorði fyrri vísunnar; þar virðist -u- ofaukið og ritað „þau“ fyrir „þa“.
27 Sama rit, bls. 40.
28 í íslensku geta eignarfallssamsetningar og nafnorð sem taka með sér eignarfalls-
einkunn haft ýmiss konar merkingu. Þau geta merkt dvöl á eða hreyfingu til staðar
og um staði, m.ö.o. það sem oftast er táknað með forsetningarlið; þau geta fika tjáð
afstöðu geranda til viðfangs jafnt sem viðfangs til geranda, líkt og orðið ,móðurást‘.
29 Sjá Snorra Edda, bls. 155.
30 Eg hef fjallað um þessar hugmyndir mínar meðal ffæðimanna sem fást við útgáfu
norræns miðaldaskáldskapar (í Reykholti 2001) og einnig í námskeiðum í HI.