Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 131
ISLAND A LEIÐ TIL LYÐRÆÐIS
það fyrirkomulag gefist vel.“48 Jón kvað hvergi meiri spillingu en í
bæjarstjórnum í Ameríku, en „spillingin er hjá bæjarstjómunum en ekki
borgarstjórunuma.49 Bein kosning borgarstjórans, sagði Jón, leiðir til þess
að hann finnur til ábyrgðar gagnvart öllum kjósendum. Slíkur borgar-
stjóri er ekki háður bæjarstjóminni heldur stendur vörð um almanna-
hag.50 Jón sagði það jafiiframt póhtíska trúarjátningu sína að valdinu ætti
að dreifa sem allra mest. Málið hefði einnig verið samþykkt á þingmála-
fundum ár eftir ár. Að lokum fannst Jóni „það vera siðferðilegur réttur
Reykvíkinga, að þeir fái að ráða því sjálfir, á hvern hátt þeir kjósi borgar-
stjóra sinn“.51
Jón Olafsson og aðrir talsmenn beins lýðræðis töldu öll rök mæla með
beinni kosningu borgarstjóra. Þeir töldu slíkt fyrirkomulag stuðla í senn
að meira lýðræði og meiri hagkvæmni í stjómsýslu Reykjavíkur og vís-
uðu gjaman til góðrar reynslu í Vesturheimi af beinni kosningu borgar-
stjóra en slæmrar reynslu þar og einnig í Reykjavík af sérhagsmunagæslu
og spillingu kjörinna bæjarfulltrúa.
Tveir þingmenn neðri deildar, sr. Kristinn Damelsson og Kristján
Jónsson, andmæltu eindregið ffumvarpinu. Kristinn ræddi m.a. um slæma
reynslu af beinni kosningu á öðrum svæðum og var augljóslega að vísa
til beinnar kosningar presta, sem lögbundin var árið 1907.52 Þá benti
hann á að bein kosning borgarstjóra væri ekki í samræmi við megin-
regluna í landsstjóminni. Alþingi og konungur veldi ráðherra Islands en
ekki kjósendur, „en það dettur engum lifandi manni í hug, að láta kjós-
endur kjósa stjóm landsins“.53 Að mati Kristjáns Jónssonar var máhð í
raun mjög einfalt: „Borgarstjórinn er eiginlega ekkert annað en fram-
kvæmdastjóri bæjarstjómarinnar.“54 Ef bæjarsjóður greiddi laun bæjar-
stjóra ætti bæjarstjómin að kjósa hann. Ef landssjóður borgaði laun emb-
ættismanns ætti konungur að skipa. Kristján varaði mjög við beinni
kosningu borgarstjóra: „Það er æði mikið stökk út í bláinn að fela nú um
4000 manns kosningu á þessum manni, og eg get eigi látfið vera að bera
'*8 Sama heimild, d. 941-942.
49 Alþingistíðindi C (1913), d. 995.
50 Sama heimild, d. 996.
31 Sama heimild, d. 946.
52 Sama heimild, d. 940.
53 Sama heimild, d. 946.
54 Sama heimild, d. 989.
I29