Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 72
INGI BJÖRN GUÐNASON
sambandi á markmálinu. Texti á markmáli getur aldrei verið nákvæm
eftirgerð frumtexta, því öll umorðun felur í sér breytingu, merkingin er
flutt frá einu orði eða orðasambandi, yfir á annað gjörólíkt orð eða orða-
samband.20 Þegar skáldverk eru þýdd er oft talað um að ekki þurfi aðeins
að þýða orðin sjálf heldur þurfi líka að þýða ffumtextann yfir á memi-
ingu marktextans. Fyrirbæri sem hafa ákveðna merkingu í menningu
frummálsins, finnast kannski ekki í menningu markmálsins eða hafa allt
aðra merkingu. Þá þarf að frnna fyrirbæri í menningu markmálsins sem
hefur hdiðstæða merkingu. Þetta felst einmitt í þýðingaleik öku. Hún
finnur tilteknum borgarhlutum í borginni sinni stað í öðrum borgum,
finnur þeim merkingu með hliðsjón af sambærilegum borgarhlutum í
öðrum borgum. Notar þá með öðrum orðum til að skilja sína borg.
I þýðingaleik Vöku felst hugsun um borgina sem texta, hún les sig
eftir ímynduðu korti borgarinnar eins og blaðsíðu í bók, frá vinstri til
hægri. Hugmyndir um borgina sem texta eða bók koma fýrir á marg-
víslegan hátt í skáldsögunni Borg. Mikilvægust í því samhengi er þó sjálf
formgerð bókarinnar sem beinlínis tekur mið af viðfangsefni sínu.
Borgin sem bók - bókin sem borg
Sé maður á gangi um borg, einkum ef maður er staddur í borgarhluta
sem er gamalgróinn, gerist það iðulega að maður vafrar inn á torg. Torg
í ýmsum myndum eru eitt aðaleinkenni borga, ef til vill þéttbýlis yfir-
höfuð. Þau þjóna margvíslegum tilgangi; eru samkomustaðir; vetmangur
fýrir markaði og viðburði af ýmsu tagi, skipulagða og tihdljanakemida;
staðir fýrir gömlistamenn, svo fátt eitt sé nefnt. Kannski þjóna torg þó
einkum þeim tilgangi að vera opin og frjáls rými, án fastmótaðs tilgangs
- eins konar andrými fyrir borgarbúa. Þau eru staðir til að dvelja á án
þess að vera beinlínis að gera nokkuð sérstakt.21
20 Um þýðingarferlið sem myndhverfingarferli, sjá: VJllis Barnstone, Tbe Poetícs of
Translation: History, Theory, Practice, New Haven og London: Yale University Press,
1993, bls. 15-16."
21 Sigrún Sigurðardóttir hefnr fjallað um það hvernig rými í borginni, þ. á m. torg,
geta virkað sem slíkir griðastaðir í greininni „Fruma í borgarlíkamanum“, Borgar-
brot, ritstj. Páll Björnsson, Reykjavík: Borgarffæðasetur og Háskólaútgáfan, 2003,
bls. 144-153, bls. 146.
70