Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 194
MARGARET H. FREEMAN
Ef hægt er að nota hugræn máhhsindi til að þróa nothæfa kenningu
um tungumál geta þau einnig þjónað sem grunnur að nothæfri kemiingu
um bókmenntir. Þess vegna set ég fram bókmenntakenningu sem byggir
á hugrænum málvísindum, en kenning mín er sú að bókmenntatextar
séu verk hugsandi fólks og að túlkanir á þeim séu einnig verk hugsandi
fólks háðir því efnislega, félagslega og menningarlega samhengi sem þeir
eru skapaðir og lesnir í. Grein mín byggir á þessum röksemdum. Kenn-
ingin sem ég kalla hugrœna skáldskapaifræði er öflugt tæki til að draga
hugsanaferli okkar frarn í dagsljósið, en einnig til að varpa ljósi á form-
gerð og inntak bókmeimtatexta. Með henni fæst kenning um bók-
menntir sem tekur mið af hvoru tveggja tungumáli bókmenntatexta og
þeim hugrænu málaðferðum sem lesendur nota til að skilja þá.
Spurningin sem ég varpa fram í þessari grein hljóðar því svo: „Hvað
getur hugræna málfræðin eins og hún hefur þróast á undanförnum árum
lagt af mörkum til bókmenntakenningar sem vrði nothæfari en þær sem
fyrir eru?“ Til að svara þessari spurningu skoða ég ljóð Emily Dickinson,
yrM.y Cocoon tightens til þess að sýna fram á hvernig almenn færni í
þeirri vörpun sem byggir á getu hugans til að skapa og túlka myndhvörf
getur leitt tdl skilmerkilegri kenningar en þeirrar hefðbundnu en tilvilj-
anakenndu gagnrýni sem reiðir sig á innsæi. Þá skoða ég annað ljóð eftir
Dickinson, „My life had stood - a / Loaded Gun til að sýna hvernig
greining sem gerir ráð fyrir hugrænum líkingum getur varpað ljósi bæði
á innsýn og takmarkanir hefðbundinnar bókmenntagreiningar. Þá sýni
ég hvernig hægt er að greina og meta bókmenntastíl með því að beita
hugrænni skáldskaparfræði og fjalla þá um ljóð sem var almennt talið
vera eftir Dickinson en reyndist vera fölsun. Að lokum ber ég hugræna
skáldskaparffæði saman við aðrar hugrænar nálganir.
I þeirri merkingu sem ég nota hugtakið tengist hugræn skáldskaparfræði þannig
þörfinni fyrir meiri nákvæmni í bókmenntafræði sem hefur verið nefnd nýtextafræði
(Donald C. Freeman, Shakespearian Metaphor: A Cognitive Approach, væntanlegt).
Svið hugrænnar skáldskaparfræði er takmarkaðra en srið nýtextafræði því hún
einblínir á hugrænar aðferðir. Fyrstur til að nota hugtakið cognitive poetics eða hug-
ræn skáldskaparfræði var Reuven Tsur. Tsur undanskilur þó sérstaklega í skilgrein-
ingu sinni á hugtakinu rannsóknir hugi'ænna málvísinda á samþættingy hugtaka,
blöndun og myndhvörfum eða myndlíkingum, sem ég tek með í minni skilgreiningu
á því. Sjá: Reuven Tsur, Toward a Theory ofCognitive Poetics, Amsterdam: Nortli Hol-
land, 1992.
192