Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 38
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSD ÓTTIR
rúmið og að eftir andlátið fari fólk alla leið niður í jörðina.3 í raun má
segja að hér sé dregin upp sú mynd að fullkomið heilbrigði sé efsta stig,
hærra en það komist maður ekki. En eftir því sem heilsunni hrakar, því
neðar færist einstakhngurixm eftir þessum ímyndaða heilsuási. Botnin-
um er svo náð í dauðanum þegar líkaminn fer undir yfirborð jarðar.
Séu afstöðumyndhvörf í orðræðu læknisfræðinnar skoðuð kemur hins
vegar í ljós að þau eru um margt ólík þeim viðmiðum sem Lakoff og
Johnson setja fram í riti sínu. Raunar taka þeir fi'arn í umfjöllun sinni að
slíkt geti vel átt sér stað hjá afmörkuðum hópuin eða á tilteknum menn-
ingarsvæðum:
Líffræðileg og menningarleg reynsla okkar skapar margs
konar mögulegar undirstöður fyrir rýmismyndhvörf. Hverjar
eru valdar og hverjar skipta mestu máli er breytilegt frá
samfélagi til samfélags. [...] Það er erfitt að greina hið líffræði-
lega frá hinum menningarlega grunni myndhvarfa þar sem
valið á einum líffræðilegum grunni fremur en öðrum byggir á
samfélagslegu samhengi.4
í tengslum við þetta er vert að minnast á að strax snemma á 20. öld
skilgreindu fylgjendur rússneska fræðimannsins Mikhails Bakhtíns orð-
ræðuna sem afurð samfélagsins. Þeir töldu að þangað lægju rætur hug-
myndaffræði mannsins og að rekja mætti alla hegðun fólks, þar á meðal
allt tal, til þess hvernig það mátar sig við viðmið þess samfélags sem það
tilheyrir.51 dag er það nokkuð viðtekin hugsun í allri orðræðugreining'u
að öfl á borð við umhverfi, stétt, kyn, menntun og menningu móti tján-
ingu fólks. Eins og Lakoff og Johnson benda á getur mismtmandi bak-
grunnur hinna ólíku samfélagshópa valdið því að myndhverfð hugsun
þeirra er með ólíkum hætti.
3 Lakoff og Johnson, Metaphors We Live By, bls. 15.
4 Sama rit, bls. 19. „Our physical and cultural experience provides many possible
bases for spatialization metaphors. Which ones are chosen, and which ones are
major, may vary ffom culture to culture. [...] It is hard to distinguish the physical
from the cultural basis of a metaphor, since the choice of one physical basis from
among many possible ones has to do with cultural coherence.“
5 V N. Voloshinov, „Freudianism: A Critical Sketch“, The Bakhtin Reader. Selected
Writings ofBakhtin, Medvedev, Voloshinov, ritstj. Pam Morris, London: Arnold, 1994,
bls. 3 8—48, bls. 45.
36