Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 196
MARGAKET H. FREEMAN
mynd, skýringarmynd og myndhvörf, saman og skapa sýnd í ljóði Dick-
inson.11
Hugræn myndhvörf kvikna í líkamsskilningi okkar, þ.e. reynslu okkar
af efnislegri veru okkar í heiminum.12 I þessum „líkamsskilningi“ hreyf-
um við okkur, sem efnisleg fyrirbæri, inn og út úr því rýrni sem við erum
í, eins og þegar við förum „inn í“ og „út úr“ herbergi. Þannig eru for-
setningarnar „inn“ og „út“ náskyldar RÝMISm^mdhverfingunni sem er
önnur grunnmetafóra sem snýr að því hvernig við sldpuleggjum hugsun
okkar.13 Þegar við segjum til dæmis að Hð séum „í góðu skapi“, sjáum
við fyrir okkur að við séum stödd innan hugarástandsins, í stað þess að
átta okkur á því að hugarástandið er innra með okkur eins og væri
kannski rökréttara að gera. A sama hátt sjáum við okkur sem útilokuð ffá
jafnvægisástandi þegar \dð segjumst vera „úr jaínvægi“ . Við getum verið
innan rýmis eða útilokuð frá því og líkamar okkar eru einnig sjálfir rými.
Við segjurn að við séum „uppfull af heift“. Við getmn verið „útbelgd“.
Rýmið getur þanist út eða sprungið: Við getum til dæmis verið að
springa af ákafa eða reiði og menn úthella tilfimiinguin sínum. Heim-
urinn getur verið rými eða þá að hann rúmast innan svæðis. Við getum
séð veröld í sandkorni, eða þá að hægt er að hafa „heiminn í hendi sér“.14
I raun getum \dð á engan máta gert okkur hugmyndir um okkur sjálf og
heim okkar án þess að nota RÝMISmyndhverfinguna.
Þegar skáld yrkja ljóð og lesendur lesa þau eru notaðar sömu hug-
rænu meginreglur um líkamsskilning. Við bæði sköpum og gerum okkur
hugmyndir um heim okkar með RÝMISmyndhverfingunni, og við gerurn
11 Umræðu um sýnd í setningafiræði er að finna í túlkun Donalds C. Freeman (1978)
á ljóði Keats, „To Autumn", sem segir ljóðið setja fram kenningu um
ímyndunaraflið, Donald C. Freeman, „Keat’s „To Autumn": Poetry as Process and
Pattern", Language and Style 11,1 (1978), bls. 3-17.
12 Mark Johnson, The Body in the Mind: The Bodily Basis ofMeaning, Imagination, and
Reason.
13 Það er orðið alvanalegt í rannsóknum á hugrænum myndhvörfum að tákna mynd-
mót, yfirskipaðar metafórur og grunnmetafórur á sviði hugtaka með því að nota litla
hástafi. Þannig er gefið til kynna að um sé að ræða ógreinda samsetta formgerð, líkt
og táknið A er notað í málmyndunarfræði. Hér hef ég t.d. ekki rætt myndhvörfin
VERKFÆRI ER VINUR þrátt fyrir að tækjanotkun sé mikilvægt atriði í Ijóðinu sem
myndhvarfaheild.
14 [Dæmin sem tekin eru á frummálinu eru „full of food“, „filled with happiness",
„drained“. „We brim over with enthusiasm or explode widt anger or frustration [...]
We can see a world in a grain of sand, or the whole world can be our oyster."]
í94