Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 124
SVANUR KRISTJÁNSSON
Deilur um kosningu borgarstjóra á Alþingi 1905-1907
Þingmenn Reykvíkinga, Guðmundur Björnsson og Tryggvi Grmnars-
son, fluttu á Alþingi árið 1905 frumvarp um að stofna embætti borgar-
stjóra í Reykjavík, sem konungur myndi skipa og var frumvarpið flutt í
samræmi við samþykkt bæjarstjórnar þar að lútandi. Lagt var til að árs-
laun hans yrðu 4000 krónur og greiddust úr landssjóði en skrifstofufé,
kr. 1500, kæmi úr bæjarsjóði Reykjavíkur.19 Frumvarpinu var vísað til
þrig^ja manna nefndar sem í sátu Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason
og Olafur Briem. Hún kloftiaði og lagði meirihlutinn til að ffumvarpinu
yrði hafnað því ekki væri eðlilegt að greitt væri úr sameiginlegum sjóði
landsmanna fyrir bæjarstarfsmann. Rétt væri „að bæjarstjórnin yrði
launaður af bæjarsjóði, og þá eðlilega kjörinn af bæjarstjórn, eða öllu
heldur af bæjarmönnum á borgarafundi, og kjörið síðan staðfest af kon-
ungi“.20 Formaður nefhdarinnar, Jón Magnússon, taldi hins vegar frum-
varpið á góðum rökum reist og lagði því til að það yrði samþykkt.21
I umræðum um frumvarpið kom ffam að þingmenn voru almennt
sammála nefhdarmeirihlutanum.22 Reykvíkingar ættu að greiða laun og
kostnað borgarstjórans og jafnffamt ættu bæjarbúar að ráða sjálfir vali
hans. Engar breytingartillögur komu samt fram á þingi. Þingmenn neðri
deildar höfnuðu einfaldlega frumvarpinu með 16 atkvæðum gegn fjór-
um.23 Jafnframt gáfu þingmenn sterklega til kynna hvers konar frumvarp
þeir væru reiðubúnir að samþykkja. Reykvíkingar gætu fengið sinn borg-
arstjóra ef þeir stæðu straum af öllum útgjöldum. Grtmdvallarreglan við
sjálfsstjórn sveitarstjórna fæli þannig í sér bæði réttindi og skyldur. Sveit-
arfélögin hefðu rétt til sjálfsstjórnar - á eigin kostnað.
Alþingi kom næst saman haustið 1907. Þingmenn Reykvíkinga fluttu
þá að ósk bæjarstjórnar ffumvarp um breytingar á stjórn bæjarfélagsins.24
Það endurspeglaði þá miklu lýðræðisbylgju sem vaknaði í Reykjavík um
og eftdr 1900 og tengdist m.a. hinni öflugu kvennabaráttu. I ársbyrjun
1907 var Hið íslenska kvenréttindafélag (Kvenréttindafélag Islands) stofn-
að og Bríet Bjarnhéðinsdóttir kjörin formaður þess. Vorið 1907 boðaði
19 Alþingistíðindi A (1905), bls. 366.
20 Sama heimild, bls. 698.
21 Sama heimild, bls. 698.
22 Alþingistíðindi B ((1905), d. 2275-2291.
23 Sama heimild, d. 2292.
24 Alþingistíðindi A (1907), d. 1341.
122