Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 165
Paul de Man
Þekkingarfræði myndhvarfa
Sú grein belgíska bókmenntafræðingsins Pauls de Man (1919-1983) sem
hér birtist, fyrst texta hans í íslenskri þýðingu, kom upphaflega út í tíma-
ritinu Criticallnquiry árið 1978. Textinn var síðar endurútgefinn í örlítið
breyttri gerð í ritinu Aesthetic Ideology, safni greina og fyrirlestra sem de
Man ritaði á síðustu sjö árum ævi sinnar.1 Höfundurinn tekur hér upp
þráðinn úr fyrri skrifum sínum frá áttunda áratugnum, sem áttu ríkan
þátt í að festa afbyggingu í sessi sem mikilvægt svið í alþjóðlegum bók-
menntarannsóknum. De Man hefur jafiian verið talinn áhrifamesti fræði-
maðurinn í þeim hópi sem kenndur er við Yale-skólann í afbyggingu
(auk de Man teljast m.a. tdl þess skóla skrif fræðimannanna Harolds
Bloom, Geoffreys Hartman og J. Hillis Miller) og algengt er að upphaf
þess „skóla“ sé rakið til útgáfu ritsins Blindness and Insight árið 1971.2
1 Paul de Man, „The Epistemology of Metaphor", Aesthetic Ideology, Theory and His-
tory of Literature, 65. bindi, ritstj. Andrzej Warminski, MinneapoHs og London:
University of Minnesota Press, 1996, bls. 34-50. Islenska þýðingin er gerð efrir
þessari útgáfu og birt með leyfi The University of Minnesota Press.
2 Ekki verður hjá því komist að minnast hér á þær deilur sem hófust árið 1987, þegar
greinaskrif de Mans ffá tíma heimsstyrjaldarinnar síðari voru dregin ftam í dags-
ljósið. I ljós kom að hann hafði gefið út fjölda greina í dagblöðum og tímaritum á
hersetutímanum, þar sem greina má andgyðingleg viðhorf og önnur hugmynda-
ffæðileg einkenni þjóðemissósíafisma. Sú staðreynd að de Man hafði birt umræddar
greinar í einu helsta málgagni belgískra kvislinga, Le Soir, olli miklu fjaðrafoki og
ekki sér enn fyrir endann á deilunum. Safii umræddra greina hefur verið gefið út á
bókarformi: Paul de Man, Wartime Journalism. 1939-1943, ritstj. Wemer Hamach-
er, Neil Hertz og Thomas Keenan, Lincoln og London: University of Nebraska
Press, 1988. Sjá einnig safh greina um áðumefhd skrif de Man: Responses. On Paal de
Man’s Wartime Joumalism, ritstj. Wemer Hamacher, Neil Hertz og Thomas Keen-
an, Lincoln og London: University of Nebraska Press, 1989.
i(53