Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 36
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR
hljómar ekki röklega og getur tæpast verið vel til þess fallið að útskýra
nokkurn hlut með fullnægjandi hætti, allra síst alvörumál á borð við líf
og heilsu. En ef tdl vill slá hjörm þessara óhku orðræðna meira í takt en
flesta grunar.
Þó að myndhvörf séu í hugum margra aðeins tengd hstrænni orð-
ræðu hafa tveir ffæðimenn, heimspekingurinn Mark Johnson og málvís-
indamaðurinn George Lakoff, bent á að þau séu í raun og veru einkenni
á bæði mannlegri hugsun og gjörðum og gegnsýri því alla tilveru manns-
ins. I bók sinni Metaphors We Live By segja þeir:
Hið venjubundna hugmyndakerfi okkar, sem við byggjum
bæði hugsun og gjörðir á, er í grundvallaratriðum byggt á
myndhvörfum.
Hugmyndirnar sem stýra hugsunum okkar varða ekki bara
vitsmunina. Þær stýra einnig daglegum athöfnum okkar, jaín-
vel hversdagslegustu smáatriðum. Hugmjmdir okkar móta það
sem við skynjum, hvemig við fetum okkur um veröldina og
hvernig við tengjumst öðru fólki. Hugmyndakerfi okkar gegn-
ir þannig lykilhlutverki í því hvernig við skilgreinum hvers-
dagslegan raunvemleikann. Ef við höfum rétt fýrir okkur þeg-
ar við gemm ráð fyrir að hugmyndakerfi okkar sé að miklu
leyti myndhverft, þá er hugsun okkar, reynsla og það sem við
gemm á hverjum degi svo sannarlega byggt á mtmdhvörfum.1
í kjölfarið sýna Lakoff og Johnson svo fram á gildi kemtinga sinna
með því að benda á hvernig myndhverfingar á borð við rökræður eru
stríð og tíminn er peningar, séu í sífellu endurspeglaðar í tjáningu fólks
með setningum á borð við „fullyrðingar þínar em óverjanlegar“, „rök
hans vom skotin niður af andmælendum“, „hann re'ðst á alla veika bletti í
George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, Chicago: The Universin
of Chicago Press, 1980, bls. 3. „Our ordinarj' conceptual system, in terms ofwhich
we both think and act, is fundamentally metaphorical in nature. The concepts that
govem our thought are not just matters of the intellect. They also govem our every-
day functioning, down to the most mundane details. Our concepts structure what
we perceive, how we get around in the world, and how we relate to other people.
Our conceptual system thus plays a central role in defining our evemda}r realitdes. If
we are right in suggesting that our conceptual system is largely metaphorical, dte
way we think, what we experience, and what we do every day is very rnuch a matter
of metaphor.“
34