Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 130
SVANUR KRISTJÁNSSON
en Lárus var þá orðinn þingmaður Reyla'íkinga. Matthías hafði greitt
atk\'æði gegn beinni kosningu borgarstjóra 1912. Ymsir aðrir þingmenn
studdu nú beina kosningu borgarstjórans. Alargvíslegar ástæðm* voru
neíndar til sögunnar fyrir þessum umskiptum. Frumvarpið sjálft var
nokkuð breytt því ekki var lengur gert ráð fyrir íhlutunarrétti bæjar-
stjórnar við val á borgarstjóra. Sérhver kjósandi gat boðið sig frarn til
borgarstjóra en framboðið var því aðeins gilt ef „minst 25 kjósendur
mæla með umsækjanda".44 Þrýstingur frá þingmálafundum í Reykjatúk
hafði einnig sín áhrif. Það kann hins vegar að hafa ráðið úrslitmn að nú
hafði bæjarstjóm Reykjavíkur samþykkt að styðja frumvarpið.4-'’
Jón Magnússon hafði greitt atkvæði gegn beinni kosningu borgar-
stjóra á þingunum 1907, 1911 og 1912 en nú gerðist hami hins vegar
stuðningsmaður. Harm útskýrði afstöðu sína m.a. með þessum orðum:
,JVIér er ekki ljúfc að greiða ffumv. atkc'æði, þH að eg álít það í sjálfu sér
óheppilegt, en eg geri það þó, því að eg álít að bærinn eigi rétt á að ráða
þessu.‘í46
Jón Olafsson greiddi atkvæði með frumvarpinu sem fjnr.4 Hann
hafði ekki tjáð sig um málið árið áðm en nú flutti hann þrjár innblásnar
ræðm til stuðnings beinu lýðræði og frumvarpinu. Jón mærði mjög það
stjórnarfjnirkomulag enskumælandi þjóða „að borgararnir kjósi borgar-
stjórann sjálfir, eins og hér er farið fram á. Eg hefi ekki séð betm, en að
44 Alþingistíðmdi A (1913), bls. 395.
45 Alþingistíðindi C (1913), d. 938.
46 Sama heimild, d. 997.
47 Arið 1880 skrifaði Jón Olafsson og gaf út á Eskifirði bók sem hann nefndi Jafnræði
og þekking. Nokkur stjðmfræðileg undirstöðu-atriði um réttan grundvöll Jálfstjómar.
Verkið var á titilsíðu auðkennt sem „Stjórnfræðilegt smárit. I.“ og verður að teljast
fyrsta rit á íslensku í þeirri fræðigrein sem víðast er nefnd stjórnmálafræði. í upphafi
bókarinnar fjallar Jón um mismunandi stjórnarfyrirkomulag ríkja heimsins. Eitt
stjómarform vekur sérstaka athygli lesandans: „Þjóðveldi kallast það, er fulltrúar
þjóðarinnar hafa löggjafarvaldið alveg í höndum, en fyrir framk\ræmdastjórnina er
forseti kosinn, annað hvort beinlínis af þjóðinni, eða af fulltrútun hennar. Forseti sá
hefir valdið að eins um ákveðinn tíma og ber sjálfur ábyrgð gjörða sinna. Það er auð-
vitað, að þar sem þjóðin er því vaxin, þá er þjóðveldi á hyggilegum gtundvelli rnann-
inum samboðnast stjórnarform, eða ið sænnasta stjórnarform eftir hugsjóninni“ (bls.
4). Jón taldi þjóðveldisríki vera lýðræðislegustu ríki sem til væra. Eitt þeirra væri
„Bandaríkin norðr“ (bls. 8). Segja má að lýðræðishugsjón Jóns Olafssonar rættist hér
á landi með lagasetningu um beina kosningu borgarstjóra (1914), beint kjör allra
bæjarstjóra (1926) og þjóðkjörnum forseta (1944).
128