Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 171
ÞEKKINGARFRÆÐIMYNDHVARFA
á sér svo margar fagrar gersemar, eins og hið fagra kyn, að hún
á ekki að þurfa nokkum tímann að þola að henni sé mótmælt.
Og það er tdl einskis að finna löst á blekkingarlistinni þegar
menn unna því að vera blekktir. (3. bók, 10. kafh, bls. 105-106)
Ekkert sýnir meiri málsnilld en þessi fordæming málsnilldarinnar.
Mælskubrögð eru ljóslega eitthvað sem nota má af háttvísi ef þeim er
beitt við rétt tækifæri. A sama hátt og konan („líkt og hið fagra kyn“) eru
þau afbragð ef þeim er haldið innan sinna marka. Utan sinna marka, þar
sem menn ræða sín alvörumál („þegar vér tölum um hlutina eins og þeir
eru“), eru þau hneykslanleg - á sama hátt og ef raunveruleg kona birtist
í heldrimannaklúbbnum þar sem hún væri í mesta lagi umborin sem
mynd, helst nakin (eins og ímynd sannleikans), römmuð inn og hengd
upp á vegg. Það er lítil þekkingarfræðileg áhætta fólgin í flúruðum og
hnyttilega skrifuðum kafla um hnyttni eins og þessum, nema ef til vill sú
að illa gefiúr lesendur gætu tekið hann of alvarlega. En þegar Locke talar
á næstu síðu um tungumálið sem „leiðslu“ sem gæti „spillt brunnum
þekldngarinnar sem eru í hlutunum sjálfum“ og, sem verra er, „brotdð
eða stíflað pípumar sem dreifa henni til almennings“, þá minnir það
tungumál fremur á tungutak pípara en á skáldlegar „hljóðpípur og gígju-
khð“9 og vekur upp, með heldur óþægilega myndrænni lýsingu sinni,
spumingar um hvað er við hæfi. Síðan setur harrn fram svo víðfeðmar
ályktanir um formgerð hugans að það hvarflar að manni hvort mynd-
hvörfin lýsi hugsun eða hvort hugsunin sé ef til vill mótuð af mynd-
hvörfunnm. Og svo, þegar Locke þróar síðan sína eigin kenningu um
orð og tungumál, þá reynist sú smíði hans í raun einmitt vera kenning
um hugbrögð. Að sjálfsögðu yrði hann síðastur til að koma auga á þetta
og gangast við því. Að vissu leyti verður að lesa hann á móti þeim full-
yrðingum eða án tillits til þeirra fullyrðinga sem hann setur svo afdrátt-
arlaust fram; einkum þarf að líta fram hjá þeim margtuggnu umsögnum
um heimspeld hans sem eru í umferð sem gjaldgeng mynt í hugmynda-
sögu upplýsingarinnar. Það þarf að reyna að lesa Locke með ó-sögu-
9 [Hér tímar de Man í ljóð Keats, „Ode on a Grecian Um“. í þýðingu Helga Hálf-
dánarsonar er línan þannig: „Hví þessar flaumr, gáska og gígjuklið?” John Keats,
„Gríska skrautkerið“, þýð. HH, Tímarit Máls og menningar 1951:12 (2. h.): bls.
153-154.]
169