Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 87
HVERS-KYNS SÆBORG?
þetta gengur út á tímaflakk: í framtíðinni mtmu vélarnar valda kjarn-
orkustríði og reyna þannig að eyða mannkyninu, en nokkrar manneskjur
lifa af og standa fyrir skæruhernaði, svo öflugum reyndar að fólk er við
það að yfirvinna vélamar. En þá bregða þær á það ráð að senda eitt af
vélmennum sínum, dulbúið sem karlmann, aftur til fortíðar, til að koma
í veg fyrir að leiðtogi uppreisnarfólksins komi undir. Og vélmenni þetta
er vaxtarræktartröll, sem verður sér fljótlega útd um leðurjakka, mótor-
hjól og speglasólgleraugu og þannig varð til nútímagoðsaga, íkon af-
þreyingarmenningar eða mýta í skilgreiningu Rolands Barthes. Og þessi
mýta varð jafnframt að karlmennskuíkoni síns tíma (sjá mynd 2).21
I mynd númer tvö vora tímarnir þegar nokkuð breyttir. Terminator 2:
Judgement Day var frumsýnd árið 1991, en þá var vöðvamennskan
nokkuð á undanhaldi og grannvaxnari hasarhetjur farnar að taka við.
Þetta sýnir sig í því að hin nýja ímynd vondu vélarinnar er grannvaxinn
og liðlegur líkami tiltölulega óþekkts leikara, Roberts Patrick. Termina-
torinn er þó ekki heillum horfinn, Schwarzenegger er mættur aftur í sitt
gamla hlutverk, leðurdress, mótorhjól, sólgleraugu og allt, en nú lýsir
hann sjálfum sér sem úreltum, sá mjói er nýrra og háþróaðra módel.
Helsta einkenni nýju útgáfunnar af Terminator er að hann er ekki
klæddur líirænu holdi, líkt og sá garnh, heldur er hann alfarið skapaður
úr fljótandi málmi sem hefur þann eiginleika að geta tekið á sig mynd
þess sem hann snertir. Hinn fljótandi eða flæðandi líkami ber ýmis merki
kvengervingar ef miðað er við hefðbundnar táknmyndir andstæðunnar
milli karllíkamans = harður og beinn, og kvenlíkamans = mjúkur og
flæðandi. Þessi kvengerving hins ávala líkama er síðan fullkomnuð í
þriðju myndinni (2003), en þar er gamli Terminatorinn orðinn enn
úreltari og beinlínis stirðbusalegur við hliðina á liðlegum rauð-
leðurklæddum kvenlíkama nýjasta nýja Terminatorsins, sem nú hefur í
þokkabót öðlast þarm hæfileika karlmennskunnar að hafa allar vélar á
21 Samkræmt Roland Barthes er mýtan tegund nútámagoðsagna afþreyingar- og fjöl-
miðlasamfélagsins. Mýtan er eitthvað tilbúið sem er látið líta út fýrir að vera nátt-
úralegt, ferli tilbúningsins er fahð. Þetta virkar bæði hvað varðar Schwarzenegger
sjálfan sem mýtu (ræktaður líkami), Terminatorinn (gervilíkami sem er látinn líta út
fyrir að vera náttúrulegur), og svo auðvitað hvað varðar sjálfa karlmennskuna (sem
er búin til úr ræktuðum líkama og gervilíkama). Sjá Roland Barthes, Mytbologies,
þýð. Annette Lavers, London: Vintage, 2000 [1957], og „Change the Object Itself:
Mythology today“, Image, Music, Text, þýð. Stephen Heath, London: Fontana,
1977, bls. 165-169.
§5