Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 91
HVERS-KYNS SÆBORG?
stendur fyrir miðju slíkra menningarlegra tákngendnga, hefur sem slík
ekkert varanlegt kyn. Hinar ólíku væntingar til tækninnar virðast því
gera það að verkum að vélin verður að einskonar miðlara eða millihð,
sem stöðugt stokkar kynhlutverkin upp í stað þess að taka skýra afstöðu.
Vélin gegnir sama hlutverki miðlara eða milliliðs þegar kemur að spurn-
ingum um mennsku. Þó að það að stdlla upp mennsku og tækni sem and-
stæðum, þar sem vélin er óvinur mannsins, sé algengt þema í sæborg-
kvikmyndum á borð við Terminator, RoboCop og Blade Runner (1982), þá
ruglast sú andstæða stöðugt, því vélamar virðast svo ótrúlega mennskar.
Þannig verða sæborgimar eða véhnennin, verur sem byggjast á sam-
þáttun manns og tækni, því í raun milliliðir fyrir mun víðtækari samslátt
mennsku og tækni.23 Þetta kemur greinilega fram í Terminator-mynd-
unum og þá sérstaklega framhaldsmyndunum tveimur. I annarri mynd-
inni hefur Terminatorinn verið forritaður til að vernda sama dreng og
hann átti að koma í veg fyrir að yrði getinn í fyrstu myndinni og geng-
ur honum í raun í föður stað og fómar sér að lokum til að koma í veg
fyrir að vélbúnaður hans sjálfs nýtist til frekar tækniþróunar - sem leiðir
sumsé til kjamorkustríðsins. I þessu hlutverki stendur gamh Termina-
torinn, þó að hann sé vél, fyrir mannleg gildi andspænis tortímingarafli
tækniþekkingar. I þriðju myndinni er þetta stef endurtekið, gamh Ter-
minatorinn er enn að vemda strákinn og sá nýi að ofsækja hann, meðal
annars með því að endurforrita þann gamla svo hann verði vondur aftur,
að hætti fyrstu myndarinnar. En sá gamh lætur ekki fara svona með sig
og tekst að standa gegn eigin forritun og gerast góður á ný - hér birtist
því vél sem hefur val, öfugt við nýja Terminatorinn og í raun mannkynið
sjálft, því þrá þess eftir tækniþekkingu hefur kallað yfir það tortímingu.
Terminatorinn er því í þriðju myndinni orðinn helsta táknmynd
mennskunnar.
Mennska og kynhlutverk era aðalviðfangsefiú Donnu Haraway í
23 Sjá Stephen Neale, „Issues of Difference: Alien and Blade Runner“, Fantasy and the
Cinema, ritstj. James Donald, London: British Film Institute, 1989, bls. 213-223,
Susan Jeffords, „Can Masculinity be Terminated?“, Screening the Male: Exploring
Masadinities in Hollywood Cinema, ritstj. Steven Cohan og Ina Rae Hark, London og
New York: Roudedge, 1993, bls. 245-261, og Forest Pyle, ,„Making Cyborgs, Mak-
ing Humans: Of Terminators and Blade Runners“, Film Theory Goes to the Movies,
ritstj. Jim Collins, Hilary Radner og Ava Preacher Collins, New York og London:
Roudedge, 1993, bls. 227-241.
89