Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 26
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Enda þótt þessi aðgreining myndhvarfa og nafnskipta sé einatt nýtileg
hafa seinni rannsóknir bætt ýmsu við, t.d. hafa verið leidd skýr rök að því
að metafóra hafi stundum tilvísunarhlutverk og metónymían smndum
ekki.40 Hugmyndin um vörpun hefur líka verið þróuð frekar. Gilles Fau-
connier og Turner settu t.d. fram kenninguna um blöndun (e. blending)
eða tengingu (e. binding). Þeir reikna með að hugurinn tengi íjölmargar
upplýsingar sem heyra til mismunandi hugarfylgsnum eða -sviðum (e. men-
tal spaces) en þau skilgreina þeir sem „litlar hugarsamstæður, sem verða til
þegar merrn hugsa og tala, og þjóna þeim tilgangi að greiða fyrir skiln-
ingi og athöfhum11.41 Þegar metafóran á í hlut koma fjögur svið í stað
tveggja sviða fyrr. Tvö ílagssvið (e. input space), svið upptakanna og svið
marksins, svara nokkurn veginn til ,gömlu‘ sviðanna tveggja. Blandaða
sviðið (e. blended spacé) rís í krafti þátta sem varpað er af báðum ílags-
sviðunum. Almennt svið (e. generic space) spannar hins vegar það sem ílags-
sviðunum er sameiginlegt og vörpun fer fram af því á þau bæði.42
I framhaldi af skrifum Fauconniers og Turners hafa menn hugað að
blöndun með hliðsjón af nafnskiptum og kannað samspil metafóru og
nafnskipta.43 Skilgreiningar á nafhskiptum hafa líka breyst í krafti auk-
inna rannsókna á þeim frá öðrum sjónarhornum. Málvísindamaðurinn
Antonio Barcelona - sem byggir meðal annars á skrifuin Zoltáns Kö-
vecses og Giinters Radden44 - setur til dærnis fram svofellda skilgrein-
ingu þar sem krafan um tilvísunarhlutverk er horffn: ,„Metónymía er vörp-
un hugtaka af einu sviði hugans á annað, en bæði sviðin eru hlutá af sama
sviði eða hugarlíkani (ICM) þannig að upptökin veita huganum aðgang
að markinu.“45
40 Sjá t.d. Francisco José Ruiz de Mendoza Ibáfiez, „The Role of mappings and do-
mains in understanding metonymy“, Metaphor and Metonymy at the Crossroads, bls.
113-114.
41 Gilles Fauconnier og Mark Tumer, The Way We Think, Conceptual Blending and the
Mind’s Hidden Complexities, New York: Basic Books, 2003 [2002], bls. 40. Á ensku
segja þeir: ,Mental spaces are small conceptual packets constructed as we think and
talk, for purposes of local understanding and action."
42 Sama rit, bls. 40 o.áff.
43 Sjá t.d. Francisco José Ruiz de Mendoza Ibánez, „The role of mappings and
domains in understanding metonymy", bls. 124—126; Fauconnier og Turner eiga
grein í sama ritd, „Metaphor, metonjuny and binding", bls. 133-145.
44 Sjá Zoltán Kövecses og Giinter Radden, „Mstcmymy: Developing a cognitive lingu-
istic view“, Cognitive Linguistics 9:1,1998, bls. 37-77. Skilgreiningu þeirra félaga á
metónymíu má finna víðar, sjá t.d. Zoltán Kövecses, Metaphor, bls. 145.
45 Antonio Barcelona, „On the Plausibility of claiming a metonymic motivation for
24