Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 167
ÞEKKINGARFRÆÐI MYNDHVARFA
er grafi undan hlutlægri aðferð vísindanna. Líkt og de Man sýnir á írón-
ískan hátt, ber texti Lockes þó jafhframt vott um viðvarandi mælsku-
fræðilega virkni í tungumálinu, enda grípur höfundurinn sjálfur tdl lík-
ingamáls þegar hann lfkir mælskulistinni við „hið fagra kyn“. De Man
leitast við að draga fram hina „retórísku hreyfingu“ í texta Lockes og
sýna fram á hugmyndafræðilega virkni myndmálsins í röksemdafærslu
hans. Með aðferðum sem telja má dæmigerðar fýrir afbyggingu de Mans
er texta Lockes beint gegn honum sjálfum, áhersla er lögð á hvernig
textinn lendir í mótsögn við sjálfan sig með því að beita myndmáli á
skipulegan hátt í upplýstri fordæmingu á myndrænum þáttum tungu-
málsins. Greiningin er jafnframt lýsandi fyrir það mikilvæga hlutverk
sem tengsl mælskulistar og hugmyndafræði gegna í skrifum de Mans, en
í greininni „The Resistance to Theory“ skilgreinir hann hugmyndafræði
á eftirfarandi hátt: „Það sem við köllum hugmyndaffæði er einmitt sam-
slátmr hins mállega veruleika og efnisveruleikans, tilvísana og fyrirbæra-
bundinna tengsla.“6 Að mati de Mans er mælskulistin sértækt afbrigði
þekkingarfræði þar sem tdlfallandi tengsl tungumáls og veruleika eru
dregin fram. Þegar litið er á tengsl tungumáls og veruleika sem eðlislæg
en ekki tdlfallandi felur það í raun í sér mælskufræðilegan gjörning og
hugmyndafræðilega bjögun. Á þessum forsendum setur de Man fram
harða gagnrýni á hið hefðbundna svið fagurfræðinnar og innbyggðar
hugmyndafræðilegar forsendur þess. I hugmyndafræði upplýsingarinnar
er fagurfræðinni ætlað að gegna leiðandi hlutverki við að móta
sjálfsmynd hins upplýsta þjóðfélagsþegns. I skrifum sínum fjallar de Man
jafiiframt á gagnrýninn hátt um kenningar formahsta og túlkunarfræði,
sem hann telur vera hugmyndafræðilega arfleifð upplýsingarinnar,
greiningin hvíli á fýrirfi-amgefnum skilningi á fagurfræði þar sem sköpuð
sé eining á milli mállegrar formgerðar þess texta sem greindur er og
túlkunar greinandans. Frá slíku sjónarhomi er breitt yfir hugmynda-
fræðilega virkni greiningarinnar um leið og þeim þáttmn sem grafa und-
an heildstæðni túlkunarinnar (og um leið heildstæðri merkingu þess
verks sem greint er) er úthýst. Til grundvallar liggur það sjónarmið að
6 Paul de Man, „The Resistance to Theory“, Modem Criticism and Theory. A Reader,
2. útg., ritstj. David Lodge og Nigel Wood, London: Pearson Education, 2000, bls.
331-347, sjá bls. 339. Greinin var upphaflega gefin út í Yale French Studies (63/1982)
og er m.a. endurútgefin í: Paul de Man, The Resistance to Tbeory, Theory and History
of Literature, 33. bindi, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1986, bls.
3-20.
165