Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 52
GUÐRUN LARA PETURSDOTTIR
sem mannkynið glímir við, stuðlar að skömrn þeirra sem haldnir em
slíku meini. Skömminni fylgir svo leyndarhjúpur þar sem krabbamein og
alnæmi verða umfjöllunarefni sem ekki má tala um, bannorð sem fólk er
ofurviðkvæmt fyrir. Sontag óttast að það geti gert meiri óskunda en
nokkuð annað og geti beirdínis verið lífshættulegt viðhorf:
[Gþldrur myndhvarfanna sem afskræma þá reynslu að vera
með krabbamein hafa mjög raunverulegar afleiðingar: þær
hindra fólk í að leita sér lækninga nógu snemma eða í því að
leggja sig fram um að fá fullnægjandi meðferð. Eg [er]
sannfærð tun að myndlwörfin og goðsagnimar drepa.2
Sontag beitir annarri aðferð við að berjast gegn myndhvörfunmn en
Anna Pálína. I stað þess að umbreyta þeim vill hún útrýma þeim. Hún
krefst þess að fólk hætti að lesa stöðugt merkingu í hkamann, hætti að
skapa eitthvað annað í kringum sjúkdóminn en hann gefur tileíhi tdl. Um
hugmyndir sínar segir hún sjálf:
Tilgangur bókar minnar var að sefa ímyndmiaraflið, ekki að
espa það upp. Ekki að skapa merkingu, sem er hefðbundinn
tilgangur bókmenntafræðilegrar viðleitni, heldur svipta eitt-
hvað merkingmmi: að beita þessari draumórakenndu og mjög
umdeildu aðferð, „gegn túlkun“[.]28
Susan Sontag vísar hér í fyrsta ritgerðarsafh sitt sem ber heitið Gegu
túlkun. Þar berst hún gegn því að það sé stöðugt verið að lesa merkingu
inn í bókmenmtir í stað þess að fólk leyfi textanum að standa eins og
hann er og njóti hans sem slíks. Hún \dll að hugsað sé um krabbamein
og alnæmi á sömu nótum. Sjúkdómur er bara sjúkdómur, hvorki rneira
né minna.
27 Susan Sontag, Illness as Metaphor and Aids and Its metaphors, bls. 99. ,,[T]he rneta-
phoric trappings that deform the experience of hating cancer have very real con-
sequences: they inhibit people from seeking treatment early enough, or from mak-
ing a greater effort to get competent treatment. The metaphors and ni}T:hs, I [am]
convinced, kill.“
28 Sama rit, bls. 99. „The purpose of my book was to calm the imagination, not to
incite it. Not to confer meaning, which is the traditional purpose of literar)' endea-
vour, but to deprive something of meaning: to apply that quixotic, highly polemical
strategy, „against interpretation" [...].“