Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 170
PAUL DE MAN
Ekki leikur helchir neinn vafi á því hvað það er í tungumálinu sem gerir
það svo þokukennt og ruglandi. I mjög almeimum skilningi eru það
m^mdrænir kraftar málsins. Þessir kraftar eru m.a. sá möguleiki að nota
tungumálið til að tæla og blekkja þegar telja á fólki trú um eitthvað - sem
og hugbrögð sem taka til textatengsla eins og vísana, þar sem á sér stað
flókinn leikur með umskipti og endurtekningar milli texta. Efdrfarandi
kafli er víðktmnur en á alltaf skilið að til hans sé vitnað í fullri lengd:
Þar sem hnyttni og ímyndunarafl þykja þægilegri skemmtun
en þurr sannleikur og raunveruleg þekking, þá mun það naum-
ast teljast einn löstur á máhnu eða misbeiting á því þegar mynd-
rænt mál og vísanir eru notaðar. I ræðu og riti þar sem vér leit-
um fremur ánægju og yndis en upplýsingar og ffamfara þá
verð ég að játa að slíkt skraut getur vart talist til lýta. En þegar
vér tölum um hlutina eins og þeir eru, þá verðum vér að við-
urkenna að mælskulistin öll, fýrir utan rétta skipan og skýr-
leika, öll hin tilbúna og myndræna notkun orðamia sem mál-
snilldin hefur fundið upp á, gerir ekkert annað en að læða inn
röngum hugmyndum, hreyfa við tilfinningunum og þar með
leiða dómgreindina á villigötur og er því í raun og veru einbert
fals. Og því er það svo að hvernig sem ræðulistin lofar eða leyf-
ir slík brögð í opinberum og almennum ræðurn, þá á sann-
arlega að forðast þau algerlega í öllu máli þar sem leitast er við
að upplýsa eða ffæða, og hvað sannleika og þekkingu snertir er
ekki hægt annað en að telja þau vera löst á málinu eða á þeirri
manneskju sem notfærir sér slíkt. Of langt mál væri að telja
upp hver þessi brögð eru og hversu margvísleg, sá sem vill
þekkja þau getm þar um lært í einhverri af þeim fjölmörgu
mælskulistarbókum sem til eru í heiminum. Ég get ekki annað
en bent á það hversu lítt mannkynið kærir sig um varðveislu og
framþróun sannleikans og þekkingarinnar, þegar menn kjósa
heldur listir villunnar og hampa þeim. Það er augljóst hversu
menn unna því að blekkja og vera blekktir því mælskulistin,
þetta áhrifamikla verkfæri villu og blekkinga, á sér virta pró-
fessora, er kennd í skólum og hefur alltaf notið mikils álits. Eg
efast ekki um að það verði talin mikil framhleypni af mér, ef
ekki ruddaskapur, að segja svo margt á mótd henni. Málsnilldin
168