Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 101
HVERS-KYNS SÆBORG?
klúbbi. Sjónræn áhrif hennar eru of mikil og karlarnir tryllast, líkt og
Vél-Marían sjálf þegar hún æsir verkalýðinn upp til byltingar. Það er
gefið í skyn að þetta hafi verið áætlun Rotwangs allan tímann, en hann á
harma að hefiia gagnvart Frederson. Enn birtist því ímynd kvensæborg-
arinnar í tvíræðu kynjafræðilegu ljósi, annarsvegar gerir hún uppreisn
gegn feðraveldinu og gangvirki þess, hinsvegar er hún viljalaust verkfæri,
ávallt skilgreind útfrá kynferði sínu. Að lokum er Vél-María svo hand-
sömuð og brennd á báli, í senu sem er greinilega ætlað að minna á
nomabrennur, en kallast líka á við ímynd annarrar frægrar brenndrar
konu, Jóhönnu af Ork, en hún var að lokum brennd fyrir að rísa upp
gegn kynhlutverki sínu og guðlasta með því að ganga í buxum.
Sú túlkun hefúr verið ríkjandi að Vél-María sé tól karlmannsins, tól
sem hann að lokum brennir fyrir að hlýða ekki nægilega vel, og er sú
túlkun í samræmi við hefðbundna femíníska sýn á óhemjur og
kvenskrímsl í vísindafantasíum og hrollvekjum.44 Bent er á að konan eigi
sér fárra úrkosta auðið, ef hún er ekki góð og hlýðin er hún skrímsl og
sem shk ávallt bundin í formúluna sem hemur hana, bælir eða myrðir í
lokin. Aðrir hafa hinsvegar bent á að slík formúla er alltaf bara formúla,
tdlteláð form sem karmski skyldi ekki taka of bókstaflega. Þegar öllu er á
botninn hvolft em það skrímslin sem era aflvaki þeirra verka sem þau
birtast í, óvætturin er einkennismerki verkanna, það sem lesandi/
áhorfandi man eftir.45 Þetta er sérlega áberandi í myndefni, en þar vill
oft gleymast að skoða það sem er á myndinni, áður en farið er yfir í
yfirfærslu og túlkanir.46 Skrímslin era yfirleitt það sem er mest krefjandi
44 Sjá til dæmis greiningu Andreas Huyssen, „The Vamp and the Machine: Fritz
Lang’s Metropolis“, After the Great Divide, Modemism, Mass Culture and Postmodern-
ism, London: The Macmillan Press, 1988, bls. 65-81.
45 Sjá Christopher Craft, „„Kiss Me With Those Red Lips“: Gender and Inversion in
Bram Stoker’s Dracula“, Speaking ofGender, ritstj. Elaine Showalter, New York og
London: Roudedge, 1990, bls. 216-242. Craft fjallar um gotnesku skáldsöguna og
segir að frásagnarform hennar, með meginþunga verksins fyrir miðju þar sem
skrímshð gengur laust „bjóði uppá fagurfræðilega stýringu á þeirri djúpstæðu tví-
bendni sem hggur að baki þessum textum og því að við lesum þá“ („provides aes-
thetic management of the fundamental ambivalence that motivates these texts and
our reading of them“), bls. 217.
46 Carol J. Clover bendir á þetta í bók sinni Men, Women, and Chainsaws: Gender in the
Modem Horror Fihn, London: BFI Publishing, 1992, og svo er það að skoða vel hvað
er á myndinni eitt af grundvallaratriðum í myndlestri samkvæmt Gilhan Rose eins
og áður var nefnt.
99