Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 136
SVANUR KRISTJANSSON
beint lýðræði væri ekki íslensk hugmynd: „Kenningin er aðflutt. Hún
f]ell strax í faðminn á þeirri heimskunnu ástríðu allra kjósenda, að hver
þeirra trúir sjálfum sjer til alls, en fulltrúum sínum aldrei til neins.“6/ \dð
afgreiðslu frumvarpsins verði þingmenn að taka afstöðu til trúarinnar á
beint lýðræði:68
Oll okkar reynsla, og eins í öðrum löndum, sannar óm'rætt, að
þá myndi fara um borgarstjómarkosninguna, alveg eins og
þingkosningamar hjer í bæ, verða gálaust inemaðarmál milli
þjóðmálaflokkanna, og hverju drösulmemú staðan vís, ef sterk-
ari flokkurinn hampar honum, alveg eins þótt annar væri í
boði og hann manna hæfastur í stöðuna. Þetta er ekki glæsileg
tilhugsun.
Fmmvarpinu var ekki vísað til nefhdar heldur vom greidd atkvæði efdr
2. umræðu. Frnst var breytingartillögu mn að bæjarstjórnin kysi borgar-
stjóra hafhað með fimm atkvæðum gegn sjö. Síðan var tillagan urn beina
kosningu borgarstjóra samþykkt með sjö atk\'æðum gegn sex.69 Meiri-
hlutann mynduðu sex þjóðkjömir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og eimi
hinna konungkjörnu þingmanna. I minnihluta voru fjórir konmigkjörnir
þingmenn og tveir þjóðkjömir.'01 efri deild höfðu þamúg nnmdast nokk-
uð skýrar línur. Sjálfstæðismerm studdu beint lýðræði en heimastjórn-
armenn fulltrúalýðræðið. Alhr andstæðingar beins lýðræðis í efri deild
vom embættismenn en í hópi stuðningsmanna vom bæði bændm og
embættismenn. Andstaða þriggja presta í efri deild við beina kosiúngu
borgarstjóra vekur athygli, einkum vegna þess að tveir þeirra, sr. Kristinn
Daníelsson og sr. Björn Þorláksson, vom úr Sjálfstæðisflokki. Þessir
þingmenn töldu væntanlega að reynslan af beimii kosningu presta, sem
lögleidd var fyrst 1886 og endurskoðað 1907, gæfi ekki tilefiú til að
innleiða beint lýðræði á öðmm sviðum.71
67 Alþingistíðindi B II (1914), d. 111.
68 Sama heimild, d. 113.
69 Sama heimild, d. 129.
70 I atkvæðagreiðslunni var ekki viðhaft nafnakall en afetaða þingmanna í efri deild var
þekkt eftir ttmræður á þinginu 1914 og/eða frTri þingum. Eg geng út frá að
þingmenn hafi greitt atkvæði í samræmi tdð yfirlýsta skoðun sína í þessu máli.
71 „Lög um hluttöku safhaða í veitingu brauða“ vmru sett árið 1886, sbr. Stjórtiartíðindi
fyrir Island A (1886), bls. 2-7. Söfnuðurinn skyldi kjósa prest með tveimur mikil-
vægum takmörkunum: a) landshöfðingi mátti velja einhverja þrjá umsækjendur og
láta kjósa um þá eina; b) firambjóðandi varð að hljóta helming atkvæða til þess að
H4