Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 173
ÞEKKINGARFRÆÐI MYNDHVARFA
en kemur þó nokkuð á óvart þ\'í hvað er mikilvægara en að skilja
einfaldar hugmyndir, homsteina reynslu okkar?
Við ræðum í raun og vera töluvert um einfaldar hugmyndir. Fyrsta
dæmið sem Locke tekur er hugtakið „hreyfmg“ og hann er fullkomlega
meðvitaður um að bæði í skólaspekinni og þeirri heimspekihefð sem
kexrnd er við Descartes taka framspekilegar spumingar um það hvernig
eigi að skilgreina hreyfingu, mildð rými. En hvergi í því mikla textasafhi
er að finna nokkuð sem hægt væri að hefja upp á það stig skilgreiningar
sem myndi svara spumingunni: Hvað er hreyfmg? „Né heldur hefur nú-
tímaheimspekingum sem reynt hafa að hrista af sér tæknimál heimspeki-
hefðanna og nota skýrt mál þess í stað, teldst öllu betur að skilgreina
einfaldar hugmyndir, hvort heldur með því að útskýra orsakir þeirra né á
annan hátt. Atámistamir sem sldlgreina hreyfingu á þann hátt að hún sé
flutningur frá einum stað til annars, hvað gera þeir annað en að setja eitt
orð sömu merkingar fyrir annað? Því hvað er flutningur annað en
hreyfmg? Og ef þeir væru spurðir hvað flutningur væri, hvernig gætu
þeir skilgreint hann betur en sem hreyfmgu? Er því ekki jafii rétt og
marktækt að segja að flutningur sé hreyfingfi'á einum staS til annars og að
segja hreyfing er flutningur o.s.frv. Þetta er þýðing en ekki skilgreining
...“ (3. bók, 4. kaffi, bls. 28). Þessi „flutningur“ Lockes sjálfs hlýtur að
viðhalda þessari eilífu hreyfingu sem aldrei kemst fram úr staglinu:
hre\fing er flutningur og flutningur er þýðing; þýðing merkir svo aftur
hreyfingu, hleður hreyfingu ofan á hreyfingu. Það er ekki bara orðaleikur
að sögnin „að þýða“ er í þýsku uhersetzen, sem er aftur þýðing á grísku
orðunum meta phorein (,,yfirfærsla“) eða myndhvörf. Myndhvörf gefa
sjálfum sér heildstæðni sem þau halda síðan fram að þau skilgreini, en
þetta eru í reynd hringrök um eigin stöðu. Orðræðan um einfaldar hug-
myndir er yfirfærð orðræða eða þýðing og skapar sem slík villandi tál-
m\md af skilgreiningu.
Annað dæmi Lockes nm orð yfir einfalda hugmynd er „ljós“. Hann
leggur sig fram um að útskýra að orðið „ljós“ vísi ekki til skynjunar á ljósi
og það sé ekki hið sama að sldlja ljós og að skilja orsakaferlið á bak við
tilurð ljóss. I raunimú er það að skilja ljós að geta einmitt greint á milli
þessarar raunverulegu orsakar og hugmyndarinnar (eða reynslu) um
skynjun, á milh huggripa og skynjunar. Þegar við getum þetta, segir
Locke, þá er hugmyndin það sem er hið eiginlega ljós, og við komumst
eins nálægt og mögulegt er að eiginlegri merkingu „ljóss“. Að skilja ljós