Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 179
ÞEKKINGARFRÆÐIMYNDHVARFA
hillingar. Sá sem heldur að orðið kentár standi fyrir raunverulega veru
blekkir sjálfari sig og tekur ranglega orð fyrir hlut.“ En fordæming
Lockes, samkvæmt hans eigin rökum, hittir fyrir tungumálið allt, því
hvergi eftir því sem röksemdarfærslu hans vindur fram er hægt að vernda
hina empirísku heild frá afmynduninni sem hugbrögðunum fylgja.
Staðan sem þetta leiðir af sér er óþolandi og gerir hið sefandi niðurlag
þriðju bókar, með heitinu „Um úrræði gegn áðurnefridum annmörkum
og misbeitingu [tungumálsins],“ að þeim hluta ritgerðarinnar sem er
hvað minnst sannfærandi. Til að finna einhverja leið út úr vandræðunum
verður að snúa sér að þeirri hefð sem Locke gat af sér.
í ritgerð sirmi Essai sur Vorigine des connaissances humaines dregur Con-
dillac stöðugt athyglina að skuld sinni við ritgerð Lockes og ýkir hana
jafnvel. I henni er að finna að minnsta kosti tvo kafla sem snúast sér-
staklega um spurninguna um tungumálið. Það hversu bókin er á kerfis-
bundirm hátt helguð kenningu um hugann sem er í raun kenning um
táknið, gerir það erfiðleikum bundið að taka út einhvem hluta ritgerð-
arinnar sem dregur ekki mót sitt af málvísindalegri formgerð. Tveir
hlutar þalla þó greinilega og sérstaklega um tungumálið: kaflinn um
uppruna tungumálsins, „Um tungumál og aðferð“, sem nær yfir annað
bindi ritgerðarinnar, og kaflinn „Um sértekningar” (1. bók, 5. kafli).
Margir, allt frá Rousseau til Michels Loucault, hafa fjallað um fyrrnefnda
kaflann (þar sem gerð er ítarleg grein fyrir hugmyndinni um „langage
d’action“). En kaflinn um sértekningar snýst einnig um tungumálið á
víðfeðmari hátt heldur en tritrill hans virðist gefa til kynna. Þótt það sé
ekki ásetningur minn hér þá má sýna fram á að kaflarnir sem á eftir fylgja
um „langage d’action“ séu sérstök dæmi um það breiða líkan og sögu
sem byggt er upp í þessum hluta. Þegar hann er lesinn með hhðsjón af
kafla Lockes, „Um orðin“, þá fæst víðara sjónarhorn á hugbragðalega
formgerð orðræðunnar.
Við fyrstu sýn virðist þessi stutti kafli snúast um aðeins eina nokkuð
sérhæfða notkun tungumálsins, þ.e. sértekningar. En „sértekin hugtök“
eru í upphafi skilgreind á þann veg sem víkkar umtalsvert út það merk-
ingarlega svið sem heitið spannar. Þau verða til þannig, segir Condillac,
„að ekki er lengur hugsað [en cessant de penser\ um eiginleikana sem hlut-
irnir eru greindir í sundur með, í því miði að hugsa aðeins um þá eigin-
leika sem þeir eiga við [eða eru í samræmi við: franska orðið er con-
í77