Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 126
SVANUR KRISTJANSSON
Jeg tel það langóheppilegast, að láta kosningarétt til þess emb-
ættis liggja undir allan bæjarlýð Reykjavíkur, einkum ef það
verður að lögum, að allir skub hafa atkvæðisrjett, hvort sem
þeir gjalda nokkuð tdl bæjarins þarfa eða ekki, og hvort þeir
hafa nokkurt vit eða áhuga á bæjarins málefnum. Þá kastaði nú
íyrst tólfunum, ef slíkir menn kæmust í bæjarstjórn. Jeg fjTÍr
mitt leyti áht lang bezt að borgarstjórirm væri útnefndur af
stjórnarráðinu.
Tryggvi taldi einnig að úmkkun kosningaréttar myndi færa völdin í
hendur stórra félaga og nefndi hann þar sérstaklega hið nýstofiraða
Verkamannafélag Dagsbrún með sína 500 félagsmenn, „sem eru reiðu-
búnir eins og sbk fjelög í útlöndum að gjöra „strækur“ og verkfall“.29
Hinn þingmaður Reykvíkinga, Guðmundur Björnsson, var hins vegar
fyrsti flutningsmaður tillögu um að borgarstjóri yrði kosinn af öllum
bæjarbúum með kosningarétt. I umræðum sagði Guðmundur m.a.:30
Jeg vil að bæjarstjóri sje kosinn af bæjarbúum en ekki af bæj-
arstjórn, og það af mörgum ástæðum. Til þess að hann geti
leyst starf sitt vel af hendi, þarf hann að vera í sem beztu sam-
ræmi við bæjarbúa, og er full ástæða til að halda, að sá maður
hafi meiri tiltrú hjá bæjarbúum, sem þeir kjósa sjálfir, heldur
en sá, sem kosinn er af bæjarstjórn. Það er líka niiklu veglegri
staða, að vera bæjarstjóri, ef bæjarbúar sjálfir kjósa. Hann
stendur þá frjálsari gagnvart bæjarstjórninni.
Umræðurnar um beina kosningu borgarstjóra (bæjarstjóra) tóku fremur
undarlega stefnu því að nær eingöngu þingmenn Heimastjórnarflokks-
ins tóku til máls. Helsti stuðningsmaður Guðmundar í málinu var Lárus
H. Bjarnason, sem meðal annars rifjaði upp að hann hefði á Alþingi 1905
lagt til að Reykvíkingar réðu sjálfir fýrirkomulagi á kosningu borgar-
stjóra að því tilskildu að þeir greiddu laun hans sjálfir.31 Hannes Þor-
steinsson mælti einnig eindregið með beinni kosningu borgarstjóra.
Beint lýðræði væri í alla staði æskilegra heldur en að treysta eingöngu á
kjörna fulltrúa.32
29 Sama heimild, d. 2543.
30 Alþingistíðindi B (1907), d. 2540.
31 Sama heimild, d. 2541.
32 Sama heimild, d. 2554—2557.
I24