Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 217
LJÓÐLIST OG VÍÐFEÐMI MYNDHVARFA
Time feels so vast that
Were it not
For an Etemity -
I fear me this Circum-
Ference
Engross my Finity -
Tíminn virðist svo gríðarstór að
ef ekki væri
fyrir eilífð -
er ég hrædd um að þetta um-
mál
umlyki endanleika minn -
To His exclusion, who
Prepare
By + Processes of size
For the stupendous
Vision
Of His Diameters -
Útilokun hans, sem
undirbýr
með + stærðar ferlum
fyrir stórfenglega
sýn
þvermála hans -
+ Rudiments / Prefaces of size + undirstöðuatriði / stærðar formálar
for the stupendous Volume - fyrir hið stórfenglega magn -
Fascicle 38 H 162, 938 (J 802)
í nnkkmm ljóðlínum skapar Dickinson flókna röð annarra hugrænna
rýma - þekkingarfræðileg, skilyrt, orsakasvið, ímyndað svið, staðleysu-
svið. Ef litdð er framhjá línu 2-3 er myndun hugtaka einföld, víðáttur
tímans leiða til þess að ljóðmælandi er lokaður inni í ummáli reynslu
sinnar. En línur 2-3 falla illa að þessum einfalda lestri. Túlkun orðsins
„for“ í línu 3 ræðst af vörpuninni sem við, lesendur með hugræna vörp-
unarhæfni, veljum. Ef við trúum því að eilífðin sé til sem hlutlægt fyrir-
bæri, utan við tímann, lítum við svo á að „for“ vísi til tdlvistar eins og í
dæminu „I didn’t want for money“ (mig skorti ekki peninga) þar sem
TÍMINNER HLUTLTR og litið er á eilífðina í ljóðinu sem geranda sem kem-
ur í veg fyrir að ljóðmælandi hugsi um tortímingu. Ef við trúum því á
hinn bógirrn að eilífðin sé „í“ tímanum sem hlutd af honum og að TÉVUNN
SÉ STAÐLTR teljum við orðið „for“ tengjast tdmalengd eins og í „I slept for
hours“ (ég svaf í marga klukkutíma) þannig að hræðslan við tortímingu
hvílir á skilyrtu ástandi - hvort sem tíminn varir (eða teygir sig) tdl
eilífðar eða ekki. Munurinn á þessum tvenns konar lestri er jafh mikill
og tíminn sjálfur sem Dickinson lýsir í ljóðinu, annars vegar það öryggi
sem felst í hættulausri og svalandi trú á líf eftir dauðann en hins vegar sú
tilvistarlega angist sem fylgir þeirri hugmynd að tíminn sjálfur sé kannski
2I5