Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 80
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
b) Greina mjmdeínið. Þar kemur til svokölluð íkónógrafía sem felst
í því að skoða hvað er á myndunum og hvaða merkingu það hefni'.
Inn í þetta kemur óhjákvæmilega ákveðin þekking eða menntmi,
sem er bæði einstaklingsbundin og háð menningarsögulegu sam-
hengi, bæði þess sem skoðar og myndarinnar sem skoðuð er.
c) Textatengsl. Aðalatriðið í orðræðugreiningu er síðan spurningin
um hvernig myndir vísa hvor til annarrar og spila eða þáttast sam-
an.
Rose nefnir að auki mikilvægi þess að nálgast heimildirnar, myndirnar,
með opnum huga eða útfrá nýjum sjónarhornum, það er að segja, að
reyna að forðast hverskyns for-dóma gagnvart myndefiiinu eða forminu.
Þetta er til dæmis hægt að gera með því að vera meðvitaður mn hefð-
bundin eða persónubundin sjónarhorn og átta sig á því hvernig þau
móta sýnina. Annað atriði er að skoða myndirnar vel. Þetta ítrekar Rose
stöðugt, myndin skal skoðuð mjög nákvæmlega og náið. Þetta tengist
svo öðrum þætti myndlesturs, mikilvægi þess að láta myndina tala sínu
máli, að skoða hvað er á myndinni; myndin hefur sín eigin áhrif.s Orð-
ræðan er aldrei ein eða einföld, heldur alltaf uppfull af mótsögnum og
því verður, eins og Rose leggur áherslu á, að draga fram og viðurkenna
þversagnir hennar og flækjur. I orðræðugreiningu eru mótsagnir partur
af pakkanum, þær ber að greina og þær eru merkingarbærar, því þótt
orðræðuform hafi ákveðna byggingu, þá þýðir það ekki endilega að orð-
ræðan myndi röklega samstæðu eða að í henni birtist endanleg heildar-
mynd.
Með þessar údínur Gillian Rose í farteskinu er svo hægt að leggja
uppí ferðalag um kynjamjmdir sæborgarinnar í kvikmyndum tuttugustu
og tuttugustu og fyrstu aldar, með viðlagi.
Tækni og karl(mennska)
Þegar fjallað er um tækni er umræðan iðulega kyngervð á einhvern hátt,
það er, tæknin er kynjuð á ýmsan máta á þann hátt að vélum og eða
tæknilegum fyrirbærum, sem við fyrstu sýn virðast fremur hludaus, er
úthlutað kyni. Þannig eru vélar og tækni færð í einskonar kynjaðan bún-
ing. Þessi kynjun birtist í allri orðræðu um tækni, myndmáli jafnt sem
8 Sjá Rose, kafla 1.
78