Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 16
Þeir láku reglugerðardrögunum í Morg-
unblaðið sem miðvikudaginn 17. janúar
birti á baksíðu fjórdálka frétt um málið.
í kjölfar fréttarinnar í Morgunblaðinu
skapaðist umsátursástand í heilbrigðis-
ráðuneytinu. Heilbrigðisráðherra og að-
stoðarmaður hans neituðu fyrst að tjá sig
um málið og öll viðbrögð voru ráðleysis-
Heilbrígðisráðherra kynnir sérfræðingum drög að reglugerð:
Sjúklingar þurfí að nýju til-
vísun á sérfræðilæknishjálp
Sérfræðingar segja um brot á samningi yið þá að ræða taki reglugerðin gildi
H
IIKILBKIGDISKAdUNKYTIII hrfur kynnt tlrfrrdingum drög að
reglugerd, þar *em gert er ráð fýrir að ^júklingar þurfi tilvtiun fri
heiUuga*»lu- eð« heimili»Uekni við beinuikn til aðrfnrðingi, eða vegna
rannsóluu eða röntgengreiningar, ella grelði þeir hjrrra gjald. Sír-
fræðingar hafa telud þeaaum bugmyndum illa og benda á að tilvia-
unarkerTi haTi veríð fellt úr Ifigum á ildasta árí. t’á aé reglugerðin,
fiðlist hún gildi, brot á aamningi við aérfrveðinga. I'innur lngólfason,
aðstoðarmaður heilbrígðiaráðherra, neitaði I gu-rkvfildi að tjá sig um
1 drögunum em taldar upp
gTeiðslur fyrir aórfræðilæknishjilp,
rannsóknir og röntgengreiningu
miðað við .að um aí að ru-ða form-
lega visun fri heilsugætlu- eða
heimilislzkni eða komu á alyaa- eða
bráðamóltðku.- Greiða skal 850
krónur fyrir hveija heimsókn lil aír-
fræðings. Klli- og firorkullfeyria-
þegar gTeiði 300 krónur, þó aldrei
fyrir fleiri heimsóknir en tólf á ári.
Þeir, sem ekki hafa vtsun, greiði 50X
af kostnaði, þó aldrei meira en 5.000
krónur I hvert skipti.
Samkveml upplýsingum Morgun-
blaðsins eru sírfræðingar nýóg mól-
fallnir þessum hugmyndum og aegja
þjóða samtaka bekna um frelsi ijúkl-
inga til að ve(ja sór laekna. Um háar
upphaðir geti orðið að rstða hjí
sjúklingum aem leita til aérfrseðinga
án vlsunar. Þannig koati róntgegn-
mynd af lungum 3.000 krónur og
viðtal hjá lyflekni 1.600. Þá aé ekki
óalgengt að heimaókn á rannaóknar-
atofu kosti 6.000 krónur. Miðað við
að sjúklingurinn grcidi 50X myndi
þetta kosta hann é.800 krónur. Þvl
geti kostnaður sjúklinga skipt tugum
þúsunda eftir nokkur skipti.
Loks benda sérfræðingar á að
ekki sé skýrt hvað gildi um sjúklinga
sem ekki hafi heimilislækni, eða
hvort maður, sem verður bráðveikur
og leitar til sérfraðings án vtsunar,
þurfi að greiða helming kostnaðar.
Samið var við sérfraðmga I árslok
1988 um að þeir gefu eftir greiðslur
gegn þvl að tilvlsunarkerfi yrði fellt
úr lögum, sem var gert I lok slðasta
árs. Sérfraðingar geta sagt samn-
ingnum upp fyrirvaralaust, verði
tilvtsunarkerfi komið á. Það telja
þeir að verið sé að gerá nú og orða-
lag I drógunum, þar sem talað er
um „vrlsun- I stað „tilvfaunar*. sé
skollaleikur einn.
Rnnur Ingólfsson. aðstoðarmaður
heðbrigðisráðherra, kvsðst I ger
ekkert vilja segja um málið. annað
en það, að fyrst Morgunblaðið vsrri
komið með drógin I hendur sýndi
það hversu vel mætti treysta aér-
fraðingum. Þegar hann var inntur
eftir þvl hvort um leyniplagg vrn
að raða svaraði hann: „Nei, nei,
þetta er ekkert leyniplagg. Þetta er
ekkert opinbert plagg heldur. Það
er verið að vinna að ákveðnum hlut-
um en þetta sýnir best hvers trauste
þeir eru verdir *
Fréttin sem skapaði umsátursástand íheilbrigðisráðuneytinu. Sér-
fræðingar notuðu Morgunblaðið til að klekkja á ráðuneytismönn-
leg. Næstu daga voru stöðug fundarhöld í
ráðuneytinu þar sem reynt var að finna
leið úr ófærunni. Brigslyrði gengu manna
á milli. Annars orðvar ráðherra lét þau orð
falla í fjölmiðlum að sérfræðingar hefðu
framið „algjört trúnaðarbrot". Sverrir
Bergmann sérfræðilæknir staðhæfði á
móti að heilbrigðisráðherra og starfsmenn
hans hefðu komið aftan að sérfræðingum.
Sérfræðingar töldu sig hafa gert þau kaup
við ríkið að gegn því að tilvísanir yrðu
algjörlega felldar niður myndu þeir taka á
sig að fylla út sérstök eyðublöð fyrir hvern
sjúkling sem til þeirra leitaði.
Um mánaðamót janúar og febrúar var
komist að samkomulagi við sérfræðinga.
Það fól í sér ókeypis þjónustu heimilis-
lækna, kostaði áður 190 krónur í hvert
skipti, en sjúklingar skyldu greiða sér-
fræðingum 900 krónur fyrir hverja komu.
Sérfræðingagjaldið var
áður 630 krónur. Auk
þess er þar að finna
ákvæði um eyðublöðin.
eilbrigðisyfirvöld
töpuðu stríðinu
við sérfræðinga, segir
Skúli G. Johnsen borg-
arlæknir, — það hefur
lítil áhrif þó að það kosti
peninga að fara til sér-
fræðings en ókeypis til
heimilislæknis því að
eftir sem áður ríkir
skipulagsleysi í heil-
brigðisþjónustunni.
— Sérfræðingum
tókst að plata yfirvöld,
segir Kristján Guðjóns-
son, deildarstjóri
Tryggingastofnunar. Hann telur samt
sem áður að tilvísunum verði aftur komið
á í formi heimildarákvæða, þrátt fyrir
ósigur heilbrigðisyfirvalda í vetur. I sama
streng tekur Finnur Ingólfsson, aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra.
Sverrir Bergmann sérfræðilæknir segir
að búið sé að leggja tilvísanir niður og ef
heilbrigðisyfirvöld reyni að koma þeim að
á ný sé samningum milli Tryggingastofn-
unar og sérfræðinga stefnt í hættu.
Prófsteinninn á það hvort tilvísanir til
Sérfræðingum tókst í
tvígang að gera sama
hlutinn að
samningsatriði; að
læknar láti hvern annan
vita um meðferð á
sjúklingi sem tveir eða
fleiri læknar sinna. Fyrir
þessa skiptimynt, sem
sérfræðingar notuðu
tvisvar, tryggðu þeir
hagsmuni sína.
sérfræðinga eru endanlega úr sögunni
verður frumvarp um almannatryggingar,
sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja
fram á Alþingi í haust. Frumvarpinu er
ætlað að leysa af lög um almannatrygging-
ar sem að stofni til eru frá árinu 1971.
Frumvarpið svarar spurningunni hvort
sérfræðingar hafi sigrað í stríðinu. Eða að
yfirvöld heilbrigðismála leggi í aðra orustu
og freisti þess að knýja fram önnur úrslit.
0
16 ÞJÓÐLÍF