Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 91
Vinsæll erlendis, ótrygg staða innan Sovétríkjanna.
Bandaríkjunum. T.d. sýndi nýleg skoð-
anakönnun ABC sjónvarpsins að hann
hefði 73% stuðning meðal Bandaríkja-
manna á sama tíma og Bush var með 80%
fylgi. Sumar skoðanakannanir sýna jafn-
vel enn meiri vinsældir sovétleiðtogans
þar vestra. Þá er og á það að líta að sovéskir
stjórnmálamenn hafa auglýst eftir pers-
estoku í Bandaríkjunum sjálfum og óskað
eftir „hugarfarsbyltingu" þar eins og Wal-
entin Falin talsmaður miðstjórnarinnar í
utanríkismálum lét hafa eftir sér.
I hinu pólitíska litrófi í Sovétríkjunum
virðist Gorbatsjof standa milli tveggja
elda, eins konar miðjumaður. Annars veg-
ar sækja að honum harðlínumenn, íhalds-
menn í flokknum sem vilja sem minnstar
breytingar á alræðiskerfinu. Hins vegar
eru róttæklingar eins og t.d. Jeltsín nýkj-
örinn forseti sovétlýðveldisins Rússlands.
Báðar fylkingar efldust þegar mikil
hræðsla greip um sig í Moskvu og víðar,
vegna áformaðra efnahagsráðstafana.
Ætlun ríkisstjórnarinnar var að fella niður
niðurgreiðslur á helstu matvælum og til-
kynnti Riskov forsætisráðherra Sovétríkj-
anna þessi áform og væntanlegar verð-
hækkanir. Þær leiddu til meiriháttar
kaupæðis í Moskvu. Hræðsla greip um sig
og andstæðingar Gorbatsjof nærðust á
henni. Og nú hefur verið ákveðið að fresta
öllum ráðstöfunum fram á haustið, hvað
svo sem úr verður.
Það er til marks um þann vind sem
andstæðingar Gorbatsjofs fengu í seglin að
í júní féllu samherjar hans í kosningum
um tvö mikilvægustu embætti Rússlands.
Þing sovétlýðveldisins kaus Jeltsín sem
forseta en hann hefur verið nefndur rót-
tæklingur og flokkurinn nýi, Kommún-
istaflokkur Rússlands, kaus aftur á móti
til formennsku Polozkof, sem talinn var
til harðlínumanna. Lígatsjof hugmynda-
fræðingur harðlínumanna og meðlimur í
stjórnmálaráðinu vill láta reka alla um-
bótasinna úr flokknum. Hann hefur skor-
að á Gorbatsjof að láta af embætti aðal-
ritara sovéska kommúnistaflokksins.
Þess vegna var búist við því, eftir að
Polozkof tók við stjórn Rússlandsflokks-
ins, sem verður með sextíu prósent at-
kvæða á landsfundi Sovétflokksins, að
hann fylgdi eftir kröfu Ligatsjofs um það
að Gorbatsjof hætti sem aðalritari. Po-
lozkof lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni
að Gorbatsjof ætti áfram að vera leiðtogi
flokksins. Polozkof mótmælti ennfremur
þeim túlkunum að hann sjálfur væri harð-
línumaður. Þetta gæti þýtt eins og svo oft
áður, að erlendir fréttaskýrendur hafi sett
Polozkof í vitlaust hólf, ellegar að harð-
línumenn séu að breyta um taktik gagn-
vart Gorbatsjof. Þeir gætu álykað sem svo,
að ef hann missti völdin, stæðu þeir
frammi fyrir pólitísku öngþveiti og upp-
lausn í landinu.
Eftir atburði síðustu mánaða og miss-
era er ljóst að Sovétríkin eru hvergi í
stakk búin til að taka þátt í því sameigin-
lega evrópska efnahagssvæði sem er í
burðarliðnum. Engu að síður er það mikið
hagsmunamál Evrópubandalagsins að efna-
hagslíf í Sovétríkjunum taki að braggast.
Þeir bjartsýnu segja að með nýju opnu
markaðsþjóðfélagi, fullveldi lýðveldanna
og áframhaldandi stjórn Gorbatsjofs sé
óhætt að tala um endurfæðingu Sovétríkj-
anna. Það þurfi bara öfluga fæðingarhjálp.
Byggt á Spiegel/Time/Financial Times
m.m/—jás—óg.
ÞJÓÐLÍF 91