Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 91

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 91
Vinsæll erlendis, ótrygg staða innan Sovétríkjanna. Bandaríkjunum. T.d. sýndi nýleg skoð- anakönnun ABC sjónvarpsins að hann hefði 73% stuðning meðal Bandaríkja- manna á sama tíma og Bush var með 80% fylgi. Sumar skoðanakannanir sýna jafn- vel enn meiri vinsældir sovétleiðtogans þar vestra. Þá er og á það að líta að sovéskir stjórnmálamenn hafa auglýst eftir pers- estoku í Bandaríkjunum sjálfum og óskað eftir „hugarfarsbyltingu" þar eins og Wal- entin Falin talsmaður miðstjórnarinnar í utanríkismálum lét hafa eftir sér. I hinu pólitíska litrófi í Sovétríkjunum virðist Gorbatsjof standa milli tveggja elda, eins konar miðjumaður. Annars veg- ar sækja að honum harðlínumenn, íhalds- menn í flokknum sem vilja sem minnstar breytingar á alræðiskerfinu. Hins vegar eru róttæklingar eins og t.d. Jeltsín nýkj- örinn forseti sovétlýðveldisins Rússlands. Báðar fylkingar efldust þegar mikil hræðsla greip um sig í Moskvu og víðar, vegna áformaðra efnahagsráðstafana. Ætlun ríkisstjórnarinnar var að fella niður niðurgreiðslur á helstu matvælum og til- kynnti Riskov forsætisráðherra Sovétríkj- anna þessi áform og væntanlegar verð- hækkanir. Þær leiddu til meiriháttar kaupæðis í Moskvu. Hræðsla greip um sig og andstæðingar Gorbatsjof nærðust á henni. Og nú hefur verið ákveðið að fresta öllum ráðstöfunum fram á haustið, hvað svo sem úr verður. Það er til marks um þann vind sem andstæðingar Gorbatsjofs fengu í seglin að í júní féllu samherjar hans í kosningum um tvö mikilvægustu embætti Rússlands. Þing sovétlýðveldisins kaus Jeltsín sem forseta en hann hefur verið nefndur rót- tæklingur og flokkurinn nýi, Kommún- istaflokkur Rússlands, kaus aftur á móti til formennsku Polozkof, sem talinn var til harðlínumanna. Lígatsjof hugmynda- fræðingur harðlínumanna og meðlimur í stjórnmálaráðinu vill láta reka alla um- bótasinna úr flokknum. Hann hefur skor- að á Gorbatsjof að láta af embætti aðal- ritara sovéska kommúnistaflokksins. Þess vegna var búist við því, eftir að Polozkof tók við stjórn Rússlandsflokks- ins, sem verður með sextíu prósent at- kvæða á landsfundi Sovétflokksins, að hann fylgdi eftir kröfu Ligatsjofs um það að Gorbatsjof hætti sem aðalritari. Po- lozkof lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni að Gorbatsjof ætti áfram að vera leiðtogi flokksins. Polozkof mótmælti ennfremur þeim túlkunum að hann sjálfur væri harð- línumaður. Þetta gæti þýtt eins og svo oft áður, að erlendir fréttaskýrendur hafi sett Polozkof í vitlaust hólf, ellegar að harð- línumenn séu að breyta um taktik gagn- vart Gorbatsjof. Þeir gætu álykað sem svo, að ef hann missti völdin, stæðu þeir frammi fyrir pólitísku öngþveiti og upp- lausn í landinu. Eftir atburði síðustu mánaða og miss- era er ljóst að Sovétríkin eru hvergi í stakk búin til að taka þátt í því sameigin- lega evrópska efnahagssvæði sem er í burðarliðnum. Engu að síður er það mikið hagsmunamál Evrópubandalagsins að efna- hagslíf í Sovétríkjunum taki að braggast. Þeir bjartsýnu segja að með nýju opnu markaðsþjóðfélagi, fullveldi lýðveldanna og áframhaldandi stjórn Gorbatsjofs sé óhætt að tala um endurfæðingu Sovétríkj- anna. Það þurfi bara öfluga fæðingarhjálp. Byggt á Spiegel/Time/Financial Times m.m/—jás—óg. ÞJÓÐLÍF 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.