Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 111
Er magasár og jafnvel
krabbamein smitandi?
HÁLFDAN ÓMAR OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARD.
Gerill sem lifir í maga manna
veldur ef til vill maga- og
skeifugarnarsári. Þetta hefur
komið í ljós við rannsóknir í
Skotlandi.
erillinn tilheyrir ættkvísl
sem mætti nefna vafgerla
(Holicobaotor) og þrífst í súru
umhverfi magans þar eð hann
er fær um að mynda sinn eigin
lút sem hlutleysir magasýrurn-
ar.
Skeifugarnarsár eru býsna
algeng hjá fólki. Unnt er að
ráða bót á þeim um tíma en
þau koma nær alltaf aftur.
Læknar telja að sár í skeifu-
görn stafi af of mikilli myndun
magasýra. Sumir telja að
streita og mataræði eigi þátt í
að auka myndun sýranna en
engar sönnur hafa verið færðar
á það.
Á síðustu árum hafa víðtæk-
ar rannsóknir um heim allan
beint sjónum manna að gerlin-
um portvafa (Helicobacter
pylori). Hann tekur sér ból-
festu í neðri hluta magans,
svonefndum porthelli. Hann
lifir þar góðu lífi þrátt fyrir
magasýrurnar sem eyða lang-
flestum öðrum tegundum
gerla og örvera. Lífsseigla
hans byggist á því að hann er
fær um að breyta þvagefni sem
er í magasafa í basískt ammón-
íak og það hlutleysir sýrurnar.
Rannsóknir hafa leitt í ljós
að portvafi drepst ef hann er
settur í lausn sem hefur sýru-
stigið 3 (pH 3) en ef þvagefni
er bætt í sömu lausn þrífst
hann. Porthellir magans
myndar hormónið gastrín sem
örvar sýrumyndun magans.
Þegar nóg er komið af sýrum
slokknar sjálfkrafa á þeim
frumum er framleiða gastrín-
ið. Sú tilgáta hefur komið fram
að ammóníakframleiðsla ger-
ilsins í porthellinum rugli
gastrínmyndandi frumur svo í
ríminu að þær vanmeti sýru-
magnið og haldi framleiðsl-
unni ótrauðar áfram.
Fólk með portvafa í maga
sér hlaut sérstaka meðferð sem
fólst í því að gefa því blöndu af
sýklalyfi og bismúti, en bism-
út var notað til magalækninga í
upphafi aldarinnar. Þetta upp-
rætti gerilinn og að honum
burtgengnum myndaðist
minna af gastríni og magasýr-
um eftir máltíðir. Rannsóknir
hafa jafnframt leitt í ljós að
skeifugarnarsjúklingar voru
lausir við sár langtímum sam-
an eftir að portvafa hafði verið
eytt úr maga þeirra og að að-
ferðin gaf mun betri raun en að
gefa lyf sem drógu eingöngu úr
myndun magasýranna.
Rannsóknir sem voru gerð-
ar í Tórontó í Kanada sýna að
portvafinn berst greiðlega
milli fólks. Systkini barna sem
voru haldin magabólgum voru
mun líklegri til að hýsa port-
vafann en óskyld börn. Hið
sama gilti um mæður barn-
anna en af einhverjum óskýr-
anlegum orsökum átti það
ekki við um feðurna.
annsóknir á portvafa
beinast einnig að því að
kanna hvort hann geti stuðlað
að myndun krabbameins í
maga. Þær hafa meðal annars
leitt í ljós að á vissum svæðum í
Kína þar sem tíðni maga-
krabba er há er portvafinn al-
gengari en þar sem tíðni
krabbans er lægri. Tíðni
magakrabba er óvenjuhá í Ca-
erphilly í Suður-Wales og ger-
illinn fannst einnig hjá mjög
mörgum íbúanna, en margir
þeirra voru þó án nokkurra
einkenna sem bentu til sjúk-
dóms.
Vitað er að vafgerlar orsaka
stundum bráða magabólgu.
Þeir geta valdið dauða kirtil-
fruma í hluta af magaveggnum
þannig að sýra myndast ekki í
þeim hluta magans og þar þríf-
ast þá ýmsar tegundir gerla
sem sýrur eyða að öllu jöfnu.
Talið er að vissar tegundir
gerla sem þetta á við um breyti
nítrötum í nítröt, efni sem eru
þekktir krabbavaldar. Ef gerl-
ar ná að rjúfa slímlag sem
verndar magavegginn verður
greið leið í vefi hans fyrir hvers
kyns krabbavalda.
Svo virðist sem portvafi geti
orsakað fleiri sjúkdóma en
nokkurn grunaði. Það eru
slæmar fréttir fyrir þá sem hafa
staðið í þeirri trú að magasár
stafi af streitu, þeir geta smit-
ast af því.
0
Flengingar i skólum og ó heimilum
HÁLFDAN ÓMAR OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARD.
Roskið fólk minnist eflaust
óttans við líkamlega refs-
ingu í skólum. Fæst okkar
telja þann ótta eftirsóknar-
verðan og viljum alls ekki
að börnin okkar kynnist
honum af eigin reynslu.
Svo virðist hins vegar sem
flestir telji líkamlega refs-
ingu á heimilum ekki ámæl-
isverða. Þetta á a.m.k. við
um Bandaríkjamenn sam-
kvæmt ýmsum könnunum.
Árið 1988 leiddi svokölluð
Haris könnun í ljós að 86%
fullorðinna telja í lagi fyrir
foreldra að slá, flengja eða
aga börnin sín á annan líka-
mlegan hátt. Færri en 44%
töldu að kennarar hefðu
þennan rétt. Aftur á móti
fannst ríflega helmingi
(56%) grunnskólakennara í
lagi að flengja nemendur
sína samkvæmt könnun sem
var gerð á vegum Gallup-
stofnunarinnar 1989. Svo
virðist sem kennarar gleymi
því sem þeir hafa lært um
skaðsemi líkamlegrar refs-
ingar þegar til agavanda-
mála í bekkjum þeirra kem-
ur, enda skortir hnitmiðaða
fræðslu í kennaranáminu
um hvernig bregðast eigi við
slíkum kringumstæðum.
Beiting líkamlegrar refs-
ingar er mismikil eftir svæð-
um, fjárhag, kynþætti og
kyni. Fátæk börn, svört
börn og þau sem búa í suður-
ríkjum Bandaríkjanna eru
oftast beitt líkamlegri refs-
ingu bæði heima og í skóla.
Almennt gildir einnig að for-
eldrar sem urðu lítið fyrir
slíkri refsingu beita henni í
minna mæli en aðrir og eru
andvígir því að aðrir foreldr-
ar eða kennarar beiti henni.
Þegar kynjamunur er
skoðaður eru niðurstöður ós-
kýrari. Þó virðist svo sem
karlmenn hafi ívið oftar
verið beittir líkamlegri refs-
ingu heima eða í skólum en
konur eru. Það er hins vegar
kaldhæðnislegt að konur
grípa oftar til refsivandarins
en karlmenn.
ÞJÓÐLÍF ÍU