Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 86

Þjóðlíf - 01.07.1990, Blaðsíða 86
BLOKKASKIPTINGIN ÁFRAM í UMRÆDU Urslit kosninganna og nokkrar kenningar um framvindu meðal A-flokkanna nœstu misseri Úrslit sveitastjórnarkosninganna 26. maí sl. staðfestu gífurlega gerjun í ís- lenskum stjórnmálum og tilhneigingu til blokkaskiptingar. Það hefur víða mikið verið gert úr stór- sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Sigur hans var stærstur í Reykjavík, þar sem hann hlaut 60.4% atkvæða. Athygli- vert er að bera þennan sigur saman við kosningaúrslit síðustu ára en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur áður verið með hæst 57.4% í kosningunum 1974. Árið 1978 var hann með 47.4%, í kosningunum 1982 52.5% og 52.7% í kosningunum 1986. Eina volduga stjórnmála -hreyfingin Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn hefur flokkurinn unnið glæsta sigra í sveitastjórnarkosningum, og ef kÚti ÁLASKA' BÍLAVÖRUR í SÉRFLOKKI Heildsöludreyfing: PRbúðin hf. S: 641418 ÓSKAR GUÐMUNDSSON miðað er við það sem skoðanakannanir hafa sagt um núverandi ríkisstjórn er ár- angur Sjálfstæðisflokksins e.t.v. ekki jafn glæsilegur og margir ætluðu. I kaupstöð- unum utan Reykjavíkur var Sjálfstæðis- flokkurinn með 39.6%; á sömu stöðum í kosningunum 1986 var hann með 35% at- kvæða, í kosningunum 1982 40.9% at- kvæða, 31.3% í kosningunum 1978 og 39.9% í kosningunum 1974. Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi áður hrósað ámóta kosningasigrum og nú, fer ekki á milli mála að í vissum skilningi er flokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn sem kallast getur öflugur á landsvísu. Þannig býður flokkurinn fram í eigin nafni á öll- um stærri stöðum á landinu og hann hefur greinilega viðspyrnu í öllum kjördæmum landsins. Aðrir stjórnmálaflokkar eru frekar með staðbundið fylgi og búa svo við fylgisleysi í heilu byggðarlögunum. Gerjun meðal jafnaðarmanna og frjálslyndra Gerjunin er mest á svokölluðum vinstri væng stjórnmálanna. Víða voru gerðar til- raunir til sameiginlegra framboða af ein- hverjum toga eins og sagt var frá í síðasta Þjóðlífi. í kaupstöðunum þrjátíu voru boðnir fram G-listar í 16 þeirra og fengu þeir samtals 11.500 atkvæði, A-listar voru einnig boðnir fram í 16 kaupstöðum og fengu þeir samtals um 12.500 atkvæði. Sameiningarlistar af einhverjum toga voru boðnir fram í 15 kaupstöðum og fengu þeir um 14.000 atkvæði. Annar hvor flokkanna Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur buðu sums staðar fram lista samhliða samein- ingarframboðunum og framsóknarmenn tóku einnig víða þátt í samstarfinu. Mestu munaði í þessu sambandi um H-lista Nýs vettvangs í Reykjavík, sem fékk tæplega 8.300 atkvæði eða 14.8% fylgi. Þar með tók nýtt forystuafl við taumunum í stjórnarandstöðunni í Reykjavík. Árang- urinn var ekki í samræmi við mestu vænt- ingar aðstandenda listans, en engu að síð- ur er ljóst að hafin er gerjun meðal jafnað- armanna og frjálslyndra sem ekki er séð fyrir endann á. Nýr vettvangur mun starfa í borgarstjórn sem sjálfstætt afl, og mestar líkur eru á að reynt verði aftur að sameina alla stjórnarandstöðuhópa undir svipuð- um formerkjum að fjórum árum liðnum. Flekakenningin og tjaldbúðakenningin Meðal áhugamanna um stóran flokk jafnaðarmanna og frjálslyndra eru uppi ýmsar hugmyndir um hvernig framvinda mála verði á næstu mánuðum. Sumir telja helst að hópar eða flekar úr Alþýðubanda- laginu og víðar að muni ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn á næstu mánuðum. Stærstu flekarnir muni koma til liðs við Alþýðuflokkinn í haust og síðan næsta vetur eftir landsfund Alþýðubandalag- sins. Þegar hafa nafnkunnir einstaklingar gengið úr Alþýðubandalagi inn í Alþýðu- flokkinn eins og öndvegissúlur af land- námsskipi. Flekakenningin stemmir við svokallaða tjaldbúðakenningu innan Al- þýðuflokksins. Tjaldbúðakenningin hljóðar uppá að Alþýðuflokkurinn muni breyta skipulagi sínu á næstunni þannig að hann geti virkað í raun eins og tjaldbúð- ir — og er vísað til franskra sósíalista í því sambandi. Tvíeðli flokkanna Innan Alþýðuflokksins eins og í Al- þýðubandalaginu eru uppi raddir um að betra sé að halda flokknum smáum og þröngum frekar en taka þátt í þróuninni um stóran flokk jafnaðarmanna og frjáls- lyndra. Jón Baldvin Hannibalsson for- 86 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.